Ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar lengjast

-Ferð hvors varðskips nú fimm vikur í stað þriggja

  • Thor-fer-fra-Reykjavik-4.3.2020

25.3.2020 Kl: 16:11

Til að tryggja að Landhelgisgæslan geti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland, miðað við þær sóttvarnaráðstafanir sem nauðsynlegar eru, hafa ferðir varðskipanna verið lengdar. Hvort skip er nú fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er.
Upphaflega var gert ráð fyrir að varðskipið Týr kæmi til Reykjavíkur eftir þriggja vikna úthald í þessari viku en þess í stað kom skipið til höfuðborgarinnar, náði í kost, og hélt að því búnu aftur á miðin. Þá fór varðskipið Þór frá Reykjavík í vikunni og sigldi vestur á firði þar sem skipið verður til taks næstu daga.


Gripið hefur verið til umfangsmikilla varúðarráðstafana á starfsstöðvum Landhelgisgæslunnar. Ákvörðunin um aukna viðveru varðskipanna á Íslandsmiðum, vegna þess ástands sem nú ríkir, var tekin í samráði við áhafnir skipanna. Mikill skilningur var hjá áhöfnunum á mikilvægi þess lengja ferðir skipanna og voru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum svo vel megi fara. Landhelgisgæslan er afar þakklát áhöfnunum fyrir fórnfýsina.

Bangsi í glugga og afmæli yfirstýrimanns

Um borð í skipunum gengur lífið sinn vanagang. Nýjasti meðlimurinn í áhöfn Týs er bangsinn Loki sem hefur aðsetur í brú varðskipsins. Þetta skemmtilega framtak áhafnarinnar er liður í verkefninu bangsi í glugga sem ætlað er að gleðja börn nú um stundir.


Um borð í báðum varðskipum eru viðhafðar strangar sóttvarnir og þegar kostur var sóttur til Reykjavíkur fór áhöfn Týs í einu og öllu eftir reglunum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Ferð varðskipsins Þórs hófst á afmælisveislu en yfirstýrimaðurinn Páll Geirdal fagnaði fimmtugsafmæli fyrr í mánuðinum.

IMG_4055

Páll Geirdal sem sést hér til hægri varð fimmtugur fyrr í mánuðinum. Hann er hér með Bergvin Gíslasyni, bryta.90787903_2669013976542566_8423414363427176448_nBangsinn Loki er nýjasti áhafnarmeðlimurinn um borð í varðskipinu Tý.90625356_529160874458427_2473841020068954112_nVerkefnið bangsi í glugga er ætlað að gleðja yngstu börnin. 90876762_2455367714774872_4883170476005785600_nFarið var eftir leiðbeiningum um sóttvarnir þegar kostur fluttur um borð í Tý.90657702_146781433325435_304027987420905472_nÚthald hvors varðskips er nú fimm vikur í stað þriggja.90702538_201503764470039_6930646849900511232_nMynd: Guðmundur St. Valdimarsson.