Varðskipið Þór á leið að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL sem er vélarvana

Varðskipið Þór er nú á leið að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL sem er vélarvana um 250 sjómílur suðsuðaustur af Stokksnesi. Er áætlað að varðskipið verði komið að flutningaskipinu eftir um 40 klukkustundir. Mun Þór þá taka SAMSKIP HOFFELL í tog og draga til hafnar.