Varðskipið Þór til aðstoðar slösuðum skipverja

  • Varðskipið Þór

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 18:00 í kvöld aðstoðarbeiðni frá skipi um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum en skipverji hafði slasast við fall um borð. Varðskipið Þór var sent til móts við skipið og um kl. 22:00 í kvöld fóru sjúkraflutningsmenn varðskipsins um borð í skipið áhöfninni til aðstoðar en þeir bjuggu sjúklinginn til flutnings með þyrlu. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo á vettvang um ellefuleytið í kvöld en þurfti frá að hverfa vegna veður. Varðskipið Þór mun því áfram fylgja skipinu til Patreksfjarðar þar sem sjúklingurinn verður fluttur um borð í þyrlu og flogið með hann til Reykjavíkur.