Varðskipið Þór til aðstoðar vélarvana fiskiskipi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega fjögur í dag beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK 457 sem varð vélarvana um 44 sjómílur vestur af Látrabjargi. Varðskipið Þór sem statt var um 68 sjómílur frá vettvangi hélt þegar á staðinn og er væntanlegt á vettvang um klukkan 23:00 í kvöld. Mun varðskipið taka Kristínu í tog og draga til hafnar.

Kristín GK 457 er 400 brúttótonna fiskiskip og 42 metrar á lengd.