Vel heppnað jólaball
Árlegt jólaball Landhelgisgæslunnar fór fram í flugskýlinu við Nauthólsvík í gær.
10.12.2018 Kl: 11:43
Árlegt jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið í gær í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvell. Fjölmennt var á jólaballinu sem endranær og var ekki annað að sjá en að fjölskyldur starfsmanna skemmtu sér afar vel. Sungið og dansað var í kringum jólatréð og hápunktinum var náð þegar TF-GNA kom úr æfingaflugi með tvo jólasveina sem fengu far í bæinn ofan af fjöllum.
Spenningurinn skein úr augum krakkanna sem tóku á móti jólasveinunum í flugskýlinu. Jólasveinarnir sigu niður úr þyrlunni í miklu stuði og léku á alls oddi.
Starfsmannafélagið og starfsmenn flugdeildar sem önnuðust skipulagningu eiga bestu þakkir skildar fyrir vel heppnað jólaball.
Jólasveinarnir fengu far í bæinn eftir æfingu þyrlusveitarinnar.
Sungið og dansað með jólasveinunum.
Jólasveinarnir mæta til leiks eftir þyrluflugið.
Fjölmennt var á jólaballinu í gær.
Beðið eftir jólasveinum.
Jólasveinarnir mættu færandi hendi á jólaballið.
Inga Guðrún Birgisdóttir, starfsmannastjóri, og börn.
Dansað í kringum jólatréð.
Georg Kristinn Lárusson og Vala Oddsdóttir með barnabarn.
Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir, Ásgrímur L. Ásgrímsson og barnabörn.
Sigurður Steinar Ketilsson, Magnús Guðjónsson, Jón Árni Árnason og Linda Ólafsdóttir ásamt börnum.