Vel heppnað jólaball

Árlegt jólaball Landhelgisgæslunnar fór fram í flugskýlinu við Nauthólsvík í gær.

  • IMG_3688

10.12.2018 Kl: 11:43

Árlegt jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið í gær í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvell. Fjölmennt var á jólaballinu sem endranær og var ekki annað að sjá en að fjölskyldur starfsmanna skemmtu sér afar vel. Sungið og dansað var í kringum jólatréð og hápunktinum var náð þegar TF-GNA kom úr æfingaflugi með tvo jólasveina sem fengu far í bæinn ofan af fjöllum. 

Spenningurinn skein úr augum krakkanna sem tóku á móti jólasveinunum í flugskýlinu. Jólasveinarnir sigu niður úr þyrlunni í miklu stuði og léku á alls oddi.

Starfsmannafélagið og starfsmenn flugdeildar sem önnuðust skipulagningu eiga bestu þakkir skildar fyrir vel heppnað jólaball.

IMG_3680Jólasveinarnir fengu far í bæinn eftir æfingu þyrlusveitarinnar.

IMG_3693Sungið og dansað með jólasveinunum.

IMG_3691Jólasveinarnir mæta til leiks eftir þyrluflugið.

IMG_3730Fjölmennt var á jólaballinu í gær.

IMG_3679Beðið eftir jólasveinum.

IMG_3714Jólasveinarnir mættu færandi hendi á jólaballið.

IMG_3728Inga Guðrún Birgisdóttir, starfsmannastjóri, og börn.

IMG_3709Dansað í kringum jólatréð.

IMG_3653_1544442742008Georg Kristinn Lárusson og Vala Oddsdóttir með barnabarn.

IMG_3662Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir, Ásgrímur L. Ásgrímsson og barnabörn.

IMG_3658Sigurður Steinar Ketilsson, Magnús Guðjónsson, Jón Árni Árnason og Linda Ólafsdóttir ásamt börnum.