Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Tignarlegur Þór í síðdegissól - 21.9.2020

IMGL7426

Varðskipið Þór var tignarlegt í síðdegissólinni þegar það lá fyrir föstu við Seley í minni Reyðarfjarðar. Þorgeir Baldursson, ljósmyndari, náði þessari skemmtilegu mynd af varðskipinu á föstudag. 

Konur í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð - 17.9.2020

Hallbjorg-Sigurros

Landið og miðin voru í einstaklega góðum málum á dögunum þegar konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Hallbjörg Erla Fjeldsted og Sigurrós Halldórsdóttir, varðstjórar í stjórnstöðinni, stýrðu skútunni í Skógarhlíð af mikilli festu og sáu til þess að sjómenn og aðrir voru í öruggum höndum.

Áhöfnin á Baldri sótti göngufólk í Veiðileysufjörð - 17.9.2020

IMG_7235-1-Large-

Þrátt fyrir að áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri sé að stærstum hluta bundin við sjómælingar að sumri og hausti kemur það fyrir að áhöfnin sinni útköllum á sviði leitar og björgunar. Erlent par var á dögunum sótt í Veiðileysufjörð á Vestfjörðum. 

Lífið á varðskipunum - 15.9.2020

YD9A1356

Enginn dagur er eins á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Dagarnir eru áhugaverðir, krefjandi og oft á tíðum ansi viðburðaríkir. Fannar Freyr Sveinsson, háseti á varðskipinu Tý, var með myndavélina á lofti á dögunum og tók þessar skemmtilegu myndir sem gefa innsýn inn í störfin og andrúmsloftið um borð.

Vitatúr að hausti - 14.9.2020

20200908_151228

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina. Sú hefð hefur skapast að árlega siglir varðskip meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum og skerjavitum sem ekki er hægt að komast í með góðu móti frá landi. 

Flogið í flughermi - 8.9.2020

20200906_101742

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun og hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi.

Árleg æfing sprengjusérfræðinga hafin hér á landi - 7.9.2020

Sprengjuserfraedingur-a-aefingu

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um helgina og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Vegna kórónuveirufaraldursins er æfingin smærri í sniðum að þessu sinni og fer að öllu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. 

Festist í leðju í Sandvatni - 3.9.2020

Mynd1_1599147814893

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir björguðu manni sem festist í leðju í Sandá í gærkvöld. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Samstarf Landhelgisgæslunnar og Air Greenland - 2.9.2020

20200831_090128461_iOS

Í vikunni kom hingað til lands Airbus H225 þyrla Air Greenland sem var í ferjuflugi frá Póllandi til Grænlands. Áhöfnin hafði viðkomu hér á landi og var þyrlan geymd við flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Æft með nætursjónaukum - 1.9.2020

Nætursjónaukar

Á þessum árstíma er algengt að sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á sveimi seint að kvöldi því þegar hausta tekur hefst endurþjálfun þyrlusveitar með nætursjónaukum. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti þremur þyrluútköllum um helgina - 31.8.2020

0916D21F-9D58-4C61-9885-E26680780FDB

Alls voru sjö flutt á Landspítalann í Fossvogi með TF-GRO og TF-EIR, þyrlum Landhelgisgæslunnar, í kjölfar umferðarslyss við Skeiðarársand í kvöld. Fjórir voru fluttir með TF-EIR og þrír með TF-GRO.

Tvö útköll vegna slasaðs göngufólks - 26.8.2020

118187667_3649635205057953_3173606142508153711_o

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti tveimur útköllum í dag vegna slasaðs göngufólks. Annars vegar á Snæfelli, norðan Vatnajökuls, og hins vegar á Fimmvörðuhálsi.

Öllum bátum tjaldað til og skipt um öldumælisdufl - 24.8.2020

117863264_1723086304509647_5718743846997340956_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý skipti um öldumælisdufl austur af Surtsey á dögunum. Þá var haldin bátaæfing í blíðviðrinu þar sem öllu var tjaldað til. 

Hafsteinn lýkur glæsilegum ferli - 21.8.2020

_S4I7510-2

Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk glæsilegum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hann hefur starfað sem flugmaður hjá Landhelgisgæslunni í rúma þrjá áratugi en áður var hann flugmaður hjá Landgræðslu Íslands. 

Æft með franskri freigátu í Eyjafirði - 19.8.2020

DSC_3249

Áhöfnin á TF-GRO hélt sameiginlega æfingu með frönsku freigátunni Beautemps-Beaupré á dögunum. Æfingin fór fram í Eyjafirði og þegar TF-GRO kom á svæðið hófust hífingar. Þær fóru fram á afturdekki skipsins og gengu eins og í sögu.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja - 17.8.2020

IMG_5602

Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipverja sem staddur var úti fyrir ströndum og var með verk fyrir hjarta. Hann var einn um borð í fiskibát og sigldi í átt að Norðurfirði. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem sigldu á móti honum og fylgdu í land. Áhöfnin á TF-GRO tók á móti manninum í Norðurfirði og kom honum undir læknishendur í Reykjavík.

Síða 1 af 7