Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Æft á Kollafirði - 7.5.2021

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór efndu til sameiginlegrar sjóbjörgunaræfingar fyrr í vikunni. Rjómablíða var í Kollafirði meðan á æfingunni stóð. 

Framfarir í þrekprófum - 6.5.2021

Undanfarin þrjú ár hefur Landhelgisgæslan unnið markvisst að bættu líkamlegu atgervi starfsfólks og stuðlað að almennu heilbrigði. Til að byrja með voru haldin þrek- og styrktarnámskeið hjá Mjölni fyrir starfsfólk í Reykjavík og samtímis fóru fram námskeið í Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

TF-GNA komin til landsins - 4.5.2021

TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Ferjuflugið frá Noregi hófst í Stafangri í Noregi í gær en millilent var á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík. 

Þyrlusveit LHG aðstoðaði við slökkvistörf í Heiðmörk - 4.5.2021

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við slökkvistörf í Heiðmörk í dag.

Árleg mengunarvarnaræfing í nágrenni Reykjavíkur - 4.5.2021

Í vikunni hélt áhöfnin á varðskipinu Þór árlega æfingu þar sem notkun mengunarvarnabúnaðar varðskipsins var æfð.

TF-GNA kemur til landsins í kvöld - 4.5.2021

Nýjasta þyrlan í flugflota Landhelgisgæslunnar, sem hefur fengið einkennisstafina TF-GNA, er væntanleg til landsins síðar í dag.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf - 3.5.2021

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna gróðurelds í nágrenni Búrfells í gærkvöld. Þegar gróðureldar eru annars vegar hefur gjarnan reynst vel að nota sérstaka slökkviskjólu til verksins, sér í lagi ef erfitt er að komast að með hefðbundnum slökkvitækjum.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar og deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli - 3.5.2021

Utanríkisráðuneytið og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa samþykkti að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér auknar byggingarheimildir á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Óskað er eftir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 9. júní 2021. 

Kolbeinsey mæld hátt og lágt - 27.4.2021

Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land í Kolbeinsey og mældu eyjuna en undanfarin ár hefur hún töluvert látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Frá vesturs til austurs reyndist eyjan vera 20 metrar og frá norðurs til suðurs reyndist hún vera 14,5 metrar á lengd. 

Formennsku LHG í ACGF lokið - 16.4.2021

Tveggja ára formennsku Landhelgisgæslu Íslands í samtökum strandgæslna á norðurslóðum lauk á fjarfundi í dag.

Þrjátíu ár frá sjósetningu Baldurs - 14.4.2021

Í dag eru þrjátíu ár síðan ár frá því að sjómælingabátnum Baldri var hleypt af stokkunum á Seyðisfirði. Báturinn hefur reynst Landhelgisgæslunni afar vel á þeim þrjátíu árum sem hann hefur verið nýttur til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna enda fjölnota með meiru.

Landhelgisgæslan aðstoðar vísindasamfélagið við dreifingu dufla - 14.4.2021

Landhelgisgæsla Íslands hefur undanfarin ár verið nokkrum háskólum í Bandaríkjunum sem og stofnunum á vegum háskólasamfélagsins innan handar við dreifingu á mælingaduflum, yfirborðs svifnökkvum og litlum ómönnuðum rannsóknarkafbátum á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík - 13.4.2021

Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um strandið klukkan 12:46. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fiskibátnum var fylgt til hafnar.

Björgunaræfingin Arctic Guardian hafin - 12.4.2021

Landhelgisgæsla Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun stendur í vikunni fyrir alþjóðlegu leitar-, björgunar-, og mengunarvarnaæfingunni Arctic Guardian sem að þessu sinni fer fram á netinu vegna heimsfaraldursins sem nú geisar. 

Staða hafíss - 12.4.2021

Um klukkan átta í morgun barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ratsjármynd af Vestfjörðum og stöðu haffís á svæðinu. Á myndinni má sjá að ísinn er vel frá landi eða 37 sjómílur NNV af Straumnesi og 83 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Myndin barst frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu og var tekin af RADARSAT-2 gervitunglinu.

Fallbyssuæfing um borð í Þór - 31.3.2021

Fallbyssurnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar eru sem betur fer lítið notaðar. Endrum og sinnum þarf þó að dusta rykið af þeim og rifja upp réttu handtökin. Á dögunum hélt áhöfnin á varðskipinu Þór fallbyssuæfingu og var þá hleypt af fallbyssunni af afturþilfari varðskipsins. Æfingin gekk afar vel.

Síða 1 af 7