Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Fyrsta græna skrefið stígið - 1.3.2021

2_1614611785854

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri.

Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar - 22.2.2021

IMG_6542

Við þökkum traustið! Landhelgisgæslan nýtur mest trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær. 86% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þetta er ellefta árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 19.2.2021

F-35-KEFLAVIK

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst formlega á næstu dögum með komu flugsveitar norska flughersins.

TF-SIF komið í skjól þegar Etna rankaði við sér - 18.2.2021

151314635_471552797197921_1332723515403423688_n

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna minnti enn einu sinni á sig og byrjaði að gjósa.

Varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna eftirliti með loðnuveiði - 12.2.2021

Ahofnin-a-vardskipinu-Thor-med-grimur

Landhelgisgæsla Íslands og eftirlitsmenn Fiskistofu hafa að undanförnu sinnt víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipunum Tý og Þór. Einnig hefur þyrlusveit Gæslunnar sinnt eftirliti úr lofti. Þá hefur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar haft heildarsýn yfir veiðarnar, verið í reglulegu sambandi við skipin, móttekið frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeint um ýmis atriði.

Týr kominn á þurrt - 11.2.2021

TYR-slipp

Varðskipið Týr er nú komið á þurrt. Í vikunni var skipið tekið í slipp í Reykjavík þar sem fram fara viðgerðir á skrúfubúnaði og hitakerfi skipsins. Eflaust hafa einhverjir vegfarendur í miðborginni orðið varir við skipið sem stendur tignarlegt við Mýrargötu. Varðskipið Týr var smíðað í Árósum árið 1975 og ber aldurinn nokkuð vel.

Kafað um borð í Tý - 11.2.2021

Image00021_1612882532778

Áhafnirnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar æfa reglulega á meðan eftirlitsferðum þeirra stendur. Kafararnir um borð í Tý æfðu neðansjávar á dögunum. Meðfylgjandi myndir sýna frá æfingu áhafnarinnar.

Fjallaæfing með þyrlusveit - 1.2.2021

_O0A0624

Áhafnir þyrlna Landhelgisgæslunnar æfa reglulega, bæði á sjó og landi. Veðrið á suðvesturhorninu var einstaklega fallegt í dag og aðstæðurnar á fjallaæfingu dagsins voru góðar. Æfðar voru hífingar á Ingólfsfjalli og í Reykjadal í blíðskaparveðri eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Vetrarlegt á Akureyri hjá Tý - 27.1.2021

Image00001_1611745644662

Vetur konungur hefur minnt rækilega á sig víðsvegar um landið að undanförnu. Varðskipið Þór hefur verið til taks síðustu daga á Vestfjörðum en lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur í morgun. Þá hefur áhöfnin á varðskipinu Tý hefur verið í sannkölluðu vetrarveðri á Norðurlandi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Áhöfnin á Tý sinnti sjúkraflutningi frá Siglufirði - 25.1.2021

142102786_1612146625652793_7391928461861414130_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út á tíunda tímanum í gær til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti maður að komast undir læknishendur á Akureyri og ekki reyndist unnt að flytja hann landleiðina.

Varðskipið Þór kallað út vegna snjóflóðahættu - 23.1.2021

Lagt-i-hann

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík klukkan 21 í kvöld og heldur vestur á firði. Áhöfn skipsins var kölluð út í dag vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Varðskipið Týr komið norður - 21.1.2021

IMG_3026_1611233154442

Varðskipið Týr kom inn á Eyjafjörð í morgun eftir siglingu frá Austfjörðum þar sem skipið var statt við eftirlitsstörf. Siglingin tók um sólarhring í hvassviðri og allmiklum sjó. Áhöfnin á Tý verður til taks á svæðinu vegna óveðurs og ófærðar eins og þurfa þykir í samráði við aðgerðastjórn lögreglu og almannavarnir.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út vegna vélsleðaslys - 15.1.2021

IMGL9354

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Tröllaskaga, nálægt Lágheiði.

Fóðurprammi sökk í Reyðarfirði - 9.1.2021

Fodurprammi

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar fóðurprammi sökk í Reyðarfirði. Vonskuveður er á svæðinu.

Hafís norðvestur af Vestfjörðum - 8.1.2021

Hafis_1610120418981

Landhelgisgæslunni barst mynd af hafís frá Veðurstofu Íslands, norðvestur af Vestfjörðum. Þar var ísspöngin næst landi um 23 sjómílur. Landhelgisgæslan hafði samband við skip í nálægð við ísröndina og þá kom í ljós að vegna skilyrða væri ísinn að hreyfast hratt frá landi og norður um. Hins vegar geta aðstæður breyst mjög hratt miðað við vindáttir og strauma.

Annáll Landhelgisgæslunnar 2020 - 30.12.2020

Flutningur

Árið 2020 verður lengi í minnum haft enda hefur það bæði verið eftirminnilegt, erfitt og viðburðaríkt. Eins og hjá flestum stofnunum og fyrirtækjum hafði kórónuveirufaraldurinn afar mikil áhrif á starfsemi Landhelgisgæslunnar. Starfsmenn Gæslunnar tókust á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á árinu sem hófst á snjóflóðum á Flateyri og Suðureyri, litaðist af heimsfaraldri og endaði á hamförum á Seyðisfirði þar sem mikil eyðilegging varð í skriðum sem féllu á bæinn.

Síða 1 af 7