Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sprengjusveit kölluð út vegna grunsamlegs farangurs um borð í farþegaflugvél - 26.12.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:10 í dag eftir að stjórnstöð barst tilkynning um grunsamlegan farangur um borð í farþegaflugvél Lufthansa á flugleiðinni frá Frankfurt til Bandaríkjanna. Var lending flugvélarinnar áætluð á Keflavíkurflugvelli kl. 16:30. Eftir samráð við sérsveit Ríkislögreglustjóra hélt sprengjusveitin til Keflavíkur til aðstoðar.

Gasflutningaskip siglir fyrir Vestfirði - 26.12.2009

Þrátt fyrir að engin íslensk fiskiskip séu á sjó um jólin eru tuttugu og níu erlend skip á siglingu um íslensku lögsöguna. ArcticPrincessSamkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar er þar á meðal norska gasflutningaskipið ARCTIC PRINSESS sem er rúmlega 121 þús. brúttótonna og 288 metrar að lengd. Er það með stærri skipum sem siglt hafa hér við land. Skipið stefndi kl. 11:00 í morgun fyrir Vestfirði og sigldi með 16 sjómílna hraða. Verður skipið næst landi um 30 sml NV-af Straumnesi.

Sprengjusérfræðingar eyða dýnamíti á Seyðisfirði - 23.12.2009

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út á mánudag eftir að lögreglan á Seyðisfirði hafði samband við stjórnstöð og tilkynnti um dýnamíttúpur sem fundust í bænum. Erfiðlega gekk að komast til Seyðisfjarðar vegna stórhríðar á Fjarðarheiði. Komust sprengjusérfræðingarnir loks á staðinn eftir hádegi á þriðjudag og fóru með dínamítið til eyðingar fyrir utan bæinn.  

Veiðar færeyskra línu- og handfærabáta á árinu innan lögsögunnar - 21.12.2009

Thorskur
Samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa á árinu allt upp í níu færeyskir línuskip verið að veiðum á sama tíma innan hefðbundinna svæða sunnarlega í íslensku lögsögunni. Hafa nú öll skipin nú haldið til síns heima en heildarafli færeyskra línu- og handfærabáta sem tilkynntur var til Landhelgisgæslunnar árið 2009 mældist samtals 5053,057 kg. Alls fóru færeysku bátarnir í 101 veiðiferð á árinu sem skiptast á milli 20 báta.

Varðskip fær heimsókn frístundaheimilis Laugarnesskóla - 21.12.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn átta ITR_211209og níu ára barna frá Frístundaheimili Laugarnesskóla. Hófst heimsóknin í þyrluskýlinu þar sem nú er geymdur ýmiss björgunarbúnaður skipsins, lá síðan leiðin upp í brú þar sem marga freistandi takka og forvitnilega skjái var að sjá.

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 17.12.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í vikunni saman hátíðlega jólastund í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Jol2009_Hopur_GOANauthólsvík. Jólastundin er árviss viðburður starfsmanna Landhelgisgæslunnar og ómissandi þáttur í jólamánuðinum þar sem komið er saman til að hlýða á upplestur jólaguðspjallsins, gæða sér á góðgæti og óska gleðilegrar jólahátíðar.

Báturinn dreginn til hafnar á Fáskrúðsfirði - 16.12.2009

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Þann 16. desember kl. 07:38 barst tilkynning í gegn um ferilvöktunarkerfi vaktstöðvar siglinga um að bátur í námunda við Skrúð væri horfinn úr eftirlitskerfinu. Hófu varðstjórar kl. 08:04 hefðbundnar aðgerðir sem felast í að endurræsa kerfi vaktstöðvarinnar, kalla upp bátinn á rás 16 og 9, hringja um borð og hafa samband við nærstadda báta. Þegar náðist samband við tvo báta á svæðinu kl. 08:40 kom í ljós að þeir töldu sig hafa séð rautt ljós í námunda við Skrúð. Var allt tiltækt björgunarlið samstundis kallað út. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og fóru þær á staðinn með björgunarskip, báta og kafara, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og haft samband við fleiri nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bátnum.

Samstarfssamningur undirritaður milli Landhelgisgæslu Íslands og Tollstjóra - 15.12.2009

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og LHG_Tollstjori_samn1Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í dag samstarfssamning milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands á ýmsum sviðum.

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði og þrjú rafræn kort komin út - 14.12.2009

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði kom nýverið út hjá Des2009_NyttFlateySjómælingasviði Landhelgisgæslunnar. Kortið er í stærðinni A3 og kemur í stað eldra korts sem gefið var út í nóvember 1959 eða fyrir 50 árum síðan.

Einnig eru nýútkomin rafræn kort/ENC nr 53 af innanverðum Húnaflóa einnig kort 32 og 33 sem eru við Suðurlandið, þ.e. austan og vestan við Vestmannaeyjar. Í ENC kortum nr 32 og 33 er einnig Vestmanneyja kort nr 321.

Þrír menn fastir á bílþaki í Steinhólsá - þyrla kölluð út - 12.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:50 beiðni frá LifLandsstjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um þyrlu vegna þriggja manna sem voru á þaki bíls í Steinsholtsá í Þórsmörk. Mikil rigning var á svæðinu, suð-suðaustan hvasst, rigning og þoka í ca. 200-300m. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór Líf í loftið kl. 19:28.

Líf í útkall á Snæfellsnes - 10.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði kl. 21:58 á miðvikudagskvöld út þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að læknir á LIF_borurÓlafsvík óskaði eftir bráðaflutningi vegna hjartveikrar konu. Fór Líf í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 22:30 og var lent á Rifi kl. 23:10. Var þá konan flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 23:28. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 00:10 þar sem sjúkrabifreið sótti hana og flutti á Landspítalann.

Neyðarsendir grænlenska togarans Qavak fannst undir bryggjunni á Ægisgarði - 7.12.2009

Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Qavak9Reykjavíkurhöfn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendinn og við eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða togarann Qavak frá Grænlandi, sem varð vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi um miðjan október og varðskipið Ægir dró til hafnar í Reykjavík. Félagi úr Flugbjörgunarsveitinni til að miða út sendinn á staðnum en allar vísbendingar og miðanir bentu síðan til þess að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði. Fannst hann þar skömmu síðar

Jólaball starfsmannafélagsins í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 7.12.2009

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið áJolaball2009_4 laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Spennan lá í loftinu þegar dansað var í kring um jólatréð við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og söng Elísabetar Ormslev enda var búið að leggja inn beiðni fyrir jólasvein á ballið og beið yngri kynslóðin í ofvæni eftir að einn hinna þrettán bræðra mætti á svæðið.

Vatnsendaskóli heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.12.2009

Nemendur úr 6. bekk Vatnsendaskóla komu nýverið í heimsókn til Landhelgisgæslunnar þar sem þau fengu kynningu á starfseminni og tækjakosti hennar. Hófst heimsóknin á Faxagarði þar sem varðskipin liggja við bryggju þegar í höfn er komið, var síðan haldið í flugskýli Landhelgisgæslunnar, stjórnstöð, sjómælingasvið og sprengjudeild.

Björgunarmiðstöðin hleypur til styrktar rauðum nefjum - 4.12.2009

Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.

Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í hlaupinu.

Siglingar erlendra skipa um lögsöguna algengar - 3.12.2009

Samkvæmt ferilvöktunarkerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar eru þrjú erlend skip sem ekki hafaGasflutningaskip_Arctic_Discoverer tilkynnt siglingu innan hafsvæðisins. Eru þetta 27 þús brúttótonna olíuskip, 23 þús brúttótonna flutningaskip og 48þús brt. „búlkari. Haft samband við skipin sem bregðast vel við og senda strax viðeigandi tilkynningar. Er olíuskipið að koma frá Mongstad áleiðis til NewYork með „unleaded gasoline“ 37,079.501 mt.

Síða 1 af 7