Annáll Landhelgisgæslunnar 2020

Eftirminnilegt ár að baki

  • Flutningur

30.12.2020 Kl: 14:10

_S4I7004_1609164505322Árið 2020 verður lengi í minnum haft enda hefur það bæði verið eftirminnilegt, erfitt og viðburðaríkt. Eins og hjá flestum stofnunum og fyrirtækjum hafði kórónuveirufaraldurinn afar mikil áhrif á starfsemi Landhelgisgæslunnar. Starfsmenn Gæslunnar tókust á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á árinu sem hófst á snjóflóðum á Flateyri og Suðureyri, litaðist af heimsfaraldri og endaði á hamförum á Seyðisfirði þar sem mikil eyðilegging varð í skriðum sem féllu á bæinn.

YD9A0975Flugdeild Landhelgisgæslunnar sinnti 184 útköllum á árinu og þar af voru 82 þeirra í hæsta forgangi. Þetta eru nokkuð færri útköll en undanfarin ár og skýrist vafalítið af því að færri ferðamenn voru á landinu og landsmenn almennt minna á ferðinni. Fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna færri útköll á þyrlur og flugvél. Endanlegar tölur um fjölda útkalla verða birtar snemma á nýárinu.

Janúar

IMG_7155Í upphafi ársins hlaut Landhelgisgæslan jafnlaunavottun. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri, og Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, veittu skírteini frá vottunarstofunni Vottun hf. viðtöku þessu til staðfestingar ásamt Ólöfu Birnu Ólafsdóttur, þáverandi gæðastjóra. Davíð Lúðvíksson, úttektarmaður, afhenti skírteinið fyrir hönd Vottunar hf. Jafnlaunavottunin tók gildi í desember 2019.

IMG_0744

20200116_101932

Aðfaranótt 15. janúar var áhöfnin á varðskipinu Þór kölluð út vegna þriggja snjóflóða sem féllu á Flateyri og Suðureyri. Varðskipið var þá statt á Ísafirði. Viku áður ákvað Landhelgisgæslan að sigla skipinu vestur á firði vegna slæmrar veðurspár svo hægt væri að hafa skipið til taks ef á þyrfti að halda. 

Image00005

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði eftir því að varðskipið flytti björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, lækni og aðra viðbragðsaðila til Flateyrar. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór einnig nokkrar ferðir vestur á firði vegna snjóflóðanna. Stúlka sem lenti í snjóflóðinu var flutt með varðskipinu til Ísafjarðar nóttina sem flóðin féllu ásamt lækni, hjúkrunarfræðingi og aðstandendum. 

Image00012

Áhöfn varðskipsins sinnti meðal annars fólksflutningum, lýsti hlíðina upp með ljóskösturum varðskipsins, kannaði snjóalög, flutti vistir og búnað milli staða auk þess sem hún aðstoðaði við hreinsunarstörf í höfninni. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sömuleiðis margvíslegum verkefnum fyrir vestan. 

0159.-ODINN-cLandhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fögnuðu 60 ára afmæli varðskipsins Óðins í lok janúar. Hátíðarkaffi var haldið um borð í skipinu þar hollvinir varðskipsins mættu og gerðu sér glaðan dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var meðal viðstaddra ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Guðmundur Hallvarðsson, formaður hollvinasamtaka Óðins, rakti sögu skipsins sem kom til landsins þann 27. janúar 1960.

Febrúar

IMG_3507Í byrjun febrúar komu sérfræðingar þeirra strandgæsluríkja sem tilheyra Arctic Coast Guard Forum hingað til lands til skrafs og ráðagerða fyrir skrifborðsæfingu sem halda átti í apríl hér á landi. Alls tóku rúmlega tuttugu manns þátt í fundinum sem fram fór í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Það þótti vel við hæfi að enda fundahöldin á því að bjóða sérfræðingunum upp á rammíslenskan þorramat sem rann ljúflega niður í flesta.

Vardskipid-Thor_1609164504038Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Miðgarð í Grindavík í fyrsta sinn þann 10 febrúar. Um eins konar æfingu var að ræða en tilgangurinn var fyrst og fremst hugsaður til að undirbúa landtengingu skipsins við spennustöð og dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð. Jafnframt þótti afar gott fyrir skipstjórnarmenn varðskipsins að máta sig í innsiglingunni og höfninni sjálfri.

F-35

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst að nýju um miðjan febrúar með komu norska flughersins. Um 130 liðsmenn flughersins tóku þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. Flugsveitin kom til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur.

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip sem statt var skammt norður af Keilisnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskipsins og var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar til að hægt væri að koma mönnunum undir læknishendur. Meðfylgjandi myndband gefur góða innsýn í störf þyrlusveitarinnar og þar má sjá nokkur brot frá frá útkallinu frá sjónarhorni sigmannsins. 

TF-GRO 2020

20200211ISD0001D008_1601043834680

20200208ISD0001D010

Í ár voru ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og var verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu væri órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. 

_S4I3241-2

Undir lok febrúar sóttu grænlenskir sjómenn öryggisfræðslu hingað til lands, bæði bóklega og verklega, í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna. Þar var farið yfir mikilvæg öryggisatriði er snúa að störfum sjóferenda. Ljósmynd: Árni Sæberg

IMG_3124

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Áslaug Arna kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði í Reykjavík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Traust

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þetta var tíunda árið í röð, eða frá því Landhelgisgæslan var tekin inn í mælingar Gallup, sem stofnunin mælist með mest traust almennings.


Mars

Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar sinna reglulega eftirliti á hafinu umhverfis Ísland. Hlutverk hvers og eins áhafnarmeðlims er vel skilgreint og skipulagt svo allt gangi vel fyrir sig. Í mars var myndavélin tekin með þegar farið var í eftirlit um borð í dragnótarbátinn Hástein sem staddur var vestur af Vestmannaeyjum. 

Eftirlit áhafnar Þórs í febrúar

Ljosmynd-1_1584443852436

Um miðjan mars var varðskipið Týr sent til Önundarfjarðar vegna snjóflóðahættu sem lýst var yfir á svæðinu. Varðskipið var til taks á svæðinu meðan óvissuástand ríkti. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sömuleiðis margvíslegum verkefnum. Sveitin kannaði snjóalög fyrir Veðurstofu Íslands, myndaði svæðið auk þess sem flogið var með vistir fyrir innlyksa bónda á bænum Skjaldfönn. Sigmaðurinn bar matinn inn að bænum og ábúandinn var afar þakklátur fyrir aðstoðina eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Innlyksa bóndi
Fjölmargir Íslendingar klöppuðu þann 20. mars til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki sem stóð í ströngu á árinu. Áhöfnin á varðskipinu Tý lét sitt ekki eftir liggja og hvatti heilbrigðisstarfsfólkið til dáða með dynjandi lófataki í Önundarfirði.

Klappað fyrir heilbrigðisstarfsfólki
IMG_3197Um miðjan mars hóf TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hóf sig til flugs á nýjan leik eftir nokkurra vikna hlé. Í nóvember 2019 hófst umfangsmikil uppfærsla á eftirlitsbúnaði vélarinnar auk þess sem vélin gekkst undir hefðbundið viðhald.

Tyr-afmaeli

Þann 24. mars voru liðin 45 ár frá því að varðskipið Týr kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Skipið ber aldurinn vel og hefur leikið stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar og þjóðarinnar undanfarna áratugi. Um borð í Tý var haldið upp á afmælið með kökum og kruðeríi.

 

Ferðir varðskipanna lengdar vegna COVID-19

90702538_201503764470039_6930646849900511232_nTil að tryggja að Landhelgisgæslan gæti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland, miðað við þær sóttvarnaráðstafanir sem nauðsynlegar eru, voru ferðir varðskipanna lengdar meðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir. Hvort skip var því fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Gripið var til umfangsmikilla varúðarráðstafana á starfsstöðvum Landhelgisgæslunnar. Ákvörðunin um aukna viðveru varðskipanna á Íslandsmiðum, vegna kórónuveirufaraldursins, var tekin í samráði við áhafnir skipanna. Mikill skilningur var hjá áhöfnunum á mikilvægi þess lengja ferðir skipanna og voru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. 

Baujur-1-2.00_01_59_08.Still003Landhelgisgæslan hefur á að skipa öflugum köfurum sem hlotið hafa sérþjálfun og öðlast réttindi til að vinna við köfun. Kafararnir starfa til dæmis í séraðgerðasveit, þyrlusveit og á varðskipunum. Um borð í varðskipinu Þór eru til að mynda þrír kafarar og tveir um borð í Tý.

Kafararnir um borð í Tý, Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason, æfðu í lok mars hvernig bjarga á manni úr björgunarbát á hvolfi eins og sjá má hér:

Hvernig á að bjarga manni úr björgunarbát á hvolfi
IMG_4022Áhöfnin á TF-EIR sótti COVID-19 sýni til vestmannaeyja í mars og í útköllum ársins var ætíð gætt að ítrustu sóttvörnum.

Apríl

Stjórnstöð


Stjornstod-LHG1_1609169634467

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar jókst umtalsvert á árinu vegna kórónuveirufaraldursins og bárust fjölmargar tilkynningar um möguleg veikindi sjófarenda. 

Varðstjórar hafa á árinu því verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála. Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og séu varar um sig ef vart verður við veikindi um borð í skipum. Það var afar jákvætt að skipverjar voru á varðbergi ef grunur væri um smit um borð.

Varðstjórar stjórnstöðvar stóðu á árinu frammi fyrir ýmsum nýjum áskorunum sem kröfðust aukinna samskipta við fjölmarga aðila og hefur samstarfið verið til fyrirmyndar.

Vaktafyrirkomulagi varðstjóranna var breytt og þeir lögðu töluvert á sig svo tryggja mátti að starfsemi stjórnstöðvarinnar héldist órofin.

COVID tengd verkefni Landhelgisgæslunnar í apríl

FlutningurÁhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti Covid-19 sjúkling frá Ísafirði til Reykjavíkur í þann 18. apríl. Þetta var fyrsta sjúkraflug Landhelgisgæslunnar af þessum toga. Upphaflega stóð til að sjúkraflugvél annaðist flutninginn en sökum þoku reyndist ekki unnt að lenda á flugvellinum á Ísafirði. Því varð að kalla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar út.

 

HylkiÁhöfnin á TF-SIF sótti tvö hylki til Noregs í byrjun aprílmánaðar sem mikilvæg eru við sjúkraflutninga COVID-19 smitaðra. Annað hylkið fór á Landspítala og hitt á sjúkrahúsið á Akureyri.

Ahofnin-a-Ty_1586173174126Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykjavík þann 6. apríl eftir eina lengstu ferð varðskips hér við land hin síðari ár. Þegar skipið hélt til eftirlits í byrjun mars var gert ráð fyrir því að skipið yrði á Íslandsmiðum í þrjár vikur. Vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar.

_S4I0780-3

Helgi-Rafnsson

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug í apríl með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar. Þyrlan flutti jafnframt veirupinna og grímur auk þess sem áhöfnin sótti möguleg COVID-19 sýni sem fara í greiningu í Reykjavík. Meðfylgjandi myndband var tekið fyrir brottför í Reykjavík þann 6. apríl.

Flogið með bakverði vestur á firði

20200407_143458832_iOSÞá flaug TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, með öndunarvél til Ísafjarðar í byrjun apríl eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir því að flogið yrði með vélina vestur á firði.

Ahofnin-a-Ty_1586256918142Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar sá um að koma páskaeggjum til starfsmanna og þar þurfti að beita frumlegum leiðum enda starfsemin hólfaskipt og samgangur ekki leyfður á milli deilda. Páskaeggin voru afhent í gegnum glugga, stillt upp undir ströngu sóttvarnareftirliti á flugvelli, flutt með öruggum sprengjubíl um borð í varðskipið Tý í Helguvík og svo komu félagar okkar í lögreglunni á Vestfjörðum eggjunum um borð í varðskipið Þór var til taks í Ísafjarðardjúpi vegna veðurs.

Áhöfnin á Þór stóð í ströngu í apríl

IMG_4176Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi um miðjan apríl.

Og meira af hvölum. Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem festist í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi. Hann var frelsinu feginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Hnúfubakur
Það vakti töluverða athygli þegar varðskipið Þór sigldi inn í Vopnafjarðarhöfn í apríl. Áhöfnin var á æfingu og fór tvær ferðir inn höfnina en lagðist ekki að bryggju.

Þór í Vopnafjarðarhöfn

Screenshot-2020-04-29-at-21.12.55Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rauð olíumengunarviðvörun með gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu í lok apríl. Eftirlitsflugvélin TF-SIF var send á staðinn og í ljós kom að mengunin var minni en óttast var í fyrstu en var þó sjáanleg. Áhöfnin á TF-SIF setti sig í samband við skipstjóra þriggja togara sem farið höfðu um svæðið en þeir könnuðust ekki við að hafa misst olíu í sjóinn. Landhelgisgæslan gerði skipstjórunum ljóst að vel væri fylgst með lögsögunni úr lofti og á sjó.

 

Maí

Oliu-kafari

07Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór komu  í veg fyrir olíuleka sem frá flaki El Grillo í Seyðisfirði í maí. Alls tóku sjö kafarar þátt í verkefninu en steypt var fyrir lekann. Sérstökum pramma var komið fyrir í firðinum og þaðan var aðgerðum stjórnað. El Grillo liggur á 32 metra dýpi á botni fjarðarins en þar hefur skipið verið síðan því var sökkt í febrúar 1944.

Steypuvinna í Seyðisfirði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega í viku hverri og fjallaæfingar eru fastur liður í störfum sveitarinnar. Um miðjan maí æfði áhöfnin í klettabelti við Skaftafellsjökul eins og meðfylgjandi myndband sýnir. 

Fjallaæfing þyrlusveitar

98362899_2946511038775053_4906339320601772032_nPáll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í maí þegar Týr lagðist að bryggju í Reykjavík. Páll hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tuttugu og eitt ár. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Páli við komuna til höfuðborgarinnar og í tilefni tímamótanna var haldið Kaffisamsæti fyrir samstarfsmenn og fjölskyldu Páls.

Júní

1

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglu að húsi í Hafnarfirði í júní vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Við athugun sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar kom í ljós að um var að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var eytt á svæði til sprengjueyðingar.

IMG_4799

Fjögur ný farartæki bættust í flota Landhelgisgæslunnar þegar skrifað var undir leigusamning á fjórum rafhlaupahjólum. Hjólin voru mikið notuð og reyndust vel.

Eftirlitsflugvélin TF-SIF sinnti eftirliti, leit, björgun og löggæslu á Íslandsmiðum á árinu auk og verkefna við Miðjarðarhaf. Flugvélin nýtist einstaklega vel til að hafa eftirlit með lögsögunni enda kemst hún hratt yfir stórt svæði á skömmum tíma. Í  meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir úr eftirlitsflugi vélarinnar í júní.
Eftirlitsflug TF-SIF í maí
Drumbur3Varðskipið Þór sigldi fram á stóran trjádrumb sem flaut á Breiðafirði. Drumburinn sem var 15 metra langur var hífður um borð í varðskipið þar sem hann hefði auðveldlega gata orðið til vandræða fyrir minni skip og báta.

 

 

IMG_5107Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, slóst í för með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfninni á varðskipinu Þór og Georg Kr. Lárussyni, forstjóra LHG, í lok júní þegar haldin var sjóbjörgunaræfing á Breiðafirði. Sjá má myndband af æfingunni hér fyrir neðan.


Dómsmálaráðherra á þyrluæfingu

H-1Ítalski flugherinn sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í júní. Liðsmenn flughersins fóru í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fóru þeir aftur í 14 daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Um 135 liðsmenn flughersins tóku þátt í verkefninu. Flugsveitin kom til landsins með sex F-35 orrustuþotur.


EH101-Reykjavik2Í lok júní kom hingað til lands leitar- og björgunarþyrla frá danska flughernum ásamt 13 manna starfsliði. Ástæða komu dönsku björgunarþyrlunnar var til að auka björgunargetu úr lofti, á og við Ísland meðan hluti áhafna Landhelgisgæslunnar sótti þjálfun í flughermi í Frakklandi sem átti að fara fram fyrr á árinu en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Þyrlan var einu sinni kölluð út en það var vegna vélarvana báts norður af Langanesi.

Júlí

GNA_1593774847204Í sumar var undirritaður leigusamningur um leigu á þriðju Airbus H225 þyrlunni sem kemur til landsins á fyrri hluta ársins 2021. Hún var framleidd árið 2014 og var áður í notkun hjá Bristow í Noregi. Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera þyrluna tilbúna til notkunar hér á landi.

 

BQ200017070ppt

Í júlí sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land.

Ágúst

Tyr-eftirlit-Sildarsmugan-2

Varðskipið Týr var við eftirlit í Síldarsmugunni í ágúst. Nokkur ár eru síðan íslenskt varðskip var síðast við eftirlit í Síldarsmugunni. Landhelgisgæslan hefur alþjóðlegum eftirlitsskyldum að gegna á svæðinu sem aðili að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NEAFC).

IMG_5004Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók fjóra og gerði 963 kíló af hassi upptæk í sumar. Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var við landamæraeftirlit á vestanverðu Miðjarðarhafi þegar hún kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð.

Image00002Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði manni úr sjálfheldu á Hólmatindi við Eskifjörð um miðjan ágúst. Björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna málsins.7e216a0ab2fa597c7af48bc7e8d7f7487661454b9ef1b5e92fa729c433991f9cÁhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug þann 16. ágúst með sérfræðinga almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands að Grímsvötnum. Meðal annars voru gerðar gasmælingar við Grímsvötn ásamt því sem ástand mælitækja á staðnum var kannað. Þá var vefmyndavél uppfærð á Grímsfjalli. Hér má sjá lendingu TF-GRO á Grímsfjalli.


Grímsfjall lending
_S4I7510-2Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk glæsilegum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á Reykjavíkurflugvelli í ágúst. Hann hefur starfað sem hjá Landhelgisgæslunni í rúma þrjá áratugi. Áður var hann flugmaður hjá Landgræðslunni. Mynd: Árni Sæberg.

 September

Sprengjuserfraedingur-a-aefinguNorthern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, var haldin hér á landi í september. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Vegna kórónuveirufaraldursins er æfingin smærri í sniðum að þessu sinni og fer að öllu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í tuttugasta sinn sem æfingin er haldin hér á landi.

 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út í byrjun september vegna skotveiðimanns sem hafði fest sig í leðju í Sandvatni. Eftir mikla vinnu náðist að koma skóflublaði undir hæl mannsins og losa hann. Maðurinn var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og komið undir læknishendur í Reykjavík. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var samvinna viðbragðsaðila á vettvangi til fyrirmyndar.

Manni bjargað úr Sandvatni

IMG_3784Áhöfnin á varðskipinu Þór fór í september í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

 

IMG_7206-1-Large-Þrátt fyrir að áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri sé að stærstum hluta bundin við sjómælingar að sumri og hausti kemur það fyrir að áhöfnin sinni útköllum á sviði leitar og björgunar. Erlent par var í september sótt í Veiðileysufjörð á Vestfjörðum.

 

Hallbjorg-Sigurros

Landið og miðin voru í einstaklega góðum málum þegar konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Hallbjörg Erla Fjeldsted og Sigurrós Halldórsdóttir, varðstjórar í stjórnstöðinni, voru þá í Skógarhlíð og sáu til þess að sjómenn og aðrir voru í öruggum höndum.

4_1600866426036Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í september vegna sprengikúlu úr seinna stríði sem fannst við línuveg á Sandskeiði. Sprengikúlan lá undir þremur háspennulínum sem liggja til höfuðborgarsvæðisins. Sprengikúlan var færð á öruggan stað og sprengd í kjölfarið.

 

Georg-Larusson-Kristjan-Thor-Juliusson-utvegsspilidGeorg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, tóku við fyrstu eintökum nýrrar útgáfu af Útvegsspilinu úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra.


Október

201020-F-QP712-0535

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst að nýju í október með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Um 250 liðsmenn flughersins tóku þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum.

IMG_1034

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu í Kollafirði um miðjan mánuðinn. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa.

 

IMG_6300Um áramótin verða þau tímamót hjá Landhelgisgæslunni að þeir Thorben Jósef Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Þrír skipherrar verða því á varðskipunum eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Einar H. Valsson verður áfram skipherra á varðskipinu Tý, Thorben Lund verður skipherra á báðum skipum og Páll Geirdal verður skipherra á varðskipinu Þór. 

IMG_3017Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út ásamt slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum í október vegna togbáts sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði.Áhöfn varðskipsins og aðrir viðbragðsaðilar komu upp mengunarvarnargirðingu sem fengin var frá Reyðarfirði og þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togbátsins neðansjávar.

IMG_6455Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands setti fjögurra daga rafræna ráðstefnu og skipulagsfund Arctic Coast Guard Forum, samtaka strandgæsla á Norðurslóðum, í lok október. Landhelgisgæslan fer með formennsku í ráðinu til næsta vors en undir venjulegum kringumstæðum hefði fundurinn farið fram í Reykjavík.

Nóvember

IMG_6541Áhöfnin á varðskipinu Þór aðstoðaði fiskibát með bilaða vél undan mynni Hvalfjarðar í byrjun nóvember. Báturinn var dreginn til Reykjavíkur. 

IMG_4157Áhöfnin á varðskipinu Tý brást skjótt við þegar ákveðið var að kalla hana út í lok mánaðarins til að auka viðbragð á sjó þar sem engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk vegna verkfalls flugvirkja sem hófst 5. nóvember. Verkfallinu lauk í nóvember þegar lög voru sett á verkfallið.

Desember

_S4I0917

Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lauk tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni þegar varðskipið kom til hafnar í Reykjavík þann 9. desember.

_S4I0772Halldór var heiðraður af samstarfsfélögum við komuna til Reykjavíkur en áhafnir beggja varðskipa, Þórs og Týs, stóðu heiðursvörð þegar skipið sigldi til hafnar. Að auki fylgdi TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, Halldóri síðasta spölinn til Reykjavíkur sem og hafnsögubátur Faxaflóahafna. Þá stóðu nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar einnig heiðursvörð á bryggjunni þegar Halldór steig frá borði og þremur púðurskotum var skotið úr fallbyssu honum til heiðurs.

 

Baldur-vid-maelingar-i-BreidafirdiÁ þessu ári var sjómælingaskipið Baldur gert út til mælinga frá seinni hluta maí og fram undir septemberlok. Byrjað var í Breiðafirði en þar hefur Baldur verið við mælingar síðustu ár vegna fyrirhugaðrar útgáfu nýrra sjókorta í firðinum. Að þessu sinni var mælt svæði frá Bjarneyjum inn að Reykhólum, en þar liggur siglingaleið stærri skipa til Reykhóla. Að þessum mælingum loknum var haldið til mælinga við norðanverða Vestfirði.

4_1608131219650Liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar og eitt af vélmennum sveitarinnar eru í aðalhlutverki í bráðskemmtilegri jólakveðju Atlantshafsbandalagsins sem tekin var upp hér á landi.

Jólakveðja NATO

Image00026Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út vegna náttúruhamfara á Seyðisfirði viku fyrir jól. Týr var til taks á Seyðisfirði og áhöfn skipsins sinnti margvíslegum verkefnum fyrir austan. Þar má nefna fólksflutninga og hreinsunarstörf auk þess sem hlíðin fyrir ofan bæinn var lýst upp til að hægt væri að fylgjast með skriðuhættu.

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði um miðjan desember. Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni.

Tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði

Image00001_1609239080522

Varðskipið Þór var kallað út milli jóla og nýárs þegar flutningaskipið Lagarfoss varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og ferðin sóttist vel. Þór kom með Lagarfoss í togi til Reykjavíkur þann 30. desember.

 

Taug komið á milli

Ítarlega má lesa um verkefni ársins hjá varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar hér og auk þess má finna fróðlega samantekt á sjómælingum ársins hér .

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.