Æfing Þórs og Brimils í Færeyjum

1. nóvember, 2023

Einn hluti æfingarinnar gekk út á að taka Brimil á síðu Þórs og færa það að bryggju.

1.11.2023 Kl: 12:30

Áhafnir varðskipanna Þórs og Brimils héldu sameiginlega æfingu í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Einn hluti æfingarinnar gekk út á að taka Brimil á síðu Þórs og færa það að bryggju.

 
Ákveðið var að æfa innan flutningahafnarinnar í Þórshöfn þar sem Þór lagðist tvívegis utan á Brimil og færði það að bryggjunni. Auk æfinganna var búnaður beggja skipa skoðaður af áhöfnunum tveimur þar sem færi gafst á að bera saman bækur.


Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi gekk áhöfn Þórs vel að leggja Brimil að bryggju við góðar aðstæður í flutningahöfninni.

https://youtu.be/6SA31WOgusc IMG_5722.00_00_23_18.Still003Þór og Brimil í flutningahöfninni í Þórshöfn í gær.Thor-og-BrimilÆfingin gekk vel.