Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, flaug sitt síðasta flug fyrir Landhelgisgæsluna í dag.
21.8.2020 Kl: 14:53
Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk glæsilegum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hann hefur starfað sem hjá Landhelgisgæslunni í rúma þrjá áratugi. Áður var hann flugmaður hjá Landgræðslunni.
Hafsteinn flaug bæði þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar en síðustu ár hefur hann verið flugstjóri á eftirlitsflugvélinni TF-SIF sem hann kom með til landsins árið 2009 ásamt Benóný Ásgrímssyni. Hafsteinn hóf ferilinn sem flugmaður á flugvélum Landgræðslunnar á áttunda áratug síðustu aldar og sinnti landgræðsluflugi í um árabil en hann er einnig menntaður búfræðingur. Hann tók þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarafrekum Landhelgisgæslunnar á löngum og vel heppnuðum ferli.
Hafsteinn fór ásamt áhöfninni á TF-SIF í sitt síðasta flug í hádeginu í dag og fékk góðar móttökur þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Hafsteini að flugi loknu ásamt samstarfsfólki og fjölskyldu. Þá myndaði flugvallarþjónustan á Reykjavíkurflugvelli heiðursboga eftir lendingu. Þá er gaman að geta þess að Hafsteinn og eiginkona hans, Valgerður Óskarsdóttir, fagna í dag 38 ára brúðkaupsafmæli.
Landhelgisgæslan þakkar Hafsteini vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
Hafsteinn lendir TF-SIF í síðasta sinn. Ljósmynd: Árni Sæberg.
Góðar móttökur að flugi loknu. Mynd: Árni Sæberg.
Georg Kr. Lárusson og Hafsteinn Heiðarsson. Mynd: Árni Sæberg.
Samstarfsfólk Hafsteins kom saman og kvaddi hann við komuna.
Georg Kr. Lárusson, Svanhildur Sverrisdóttir, Ásgeir Erlendsson og Hafsteinn Heiðarsson.
Hafsteini var vel fagnað við komuna til Reykjavíkur.
Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, taka á móti Hafsteini við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvallarþjónustan myndaði heiðursboga að loknu fluginu.
Georg Kristinn Lárusson og Hafsteinn Heiðarsson.
Hafsteini var vel fagnað.
Hólmar Logi Sigmundsson, flugmaður, þakkar Hafsteini fyrir samstarfið að loknu flugi dagsins.Hér má finna myndir frá ferli Hafsteins.
Hafsteinn ásamt félögum sínum í flugdeild Landhelgisgæslunnar að lokinni vel heppnaðri björgun.
Hafsteinn starfaði í um árabil hjá Landgræðslunni og sinnti áburðarflugi.
Hafsteinn var flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Hér er hann ásamt áhöfninni á TF-LIF.
Hafsteinn um borð í TF-SYN.
Hafsteinn ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Óskarsdóttur, árið 2010.
Áhöfnin á TF-SIF árið 1990.
Hafsteinn árið 1988.
Hafsteinn og Pétur Steinþórsson.
Áhöfnin á TF-SYN.
Hafsteinn var flugstjóri á TF-LIF þegar 16 manna áhöfn Baldvins Þorsteinssonar var bjargað árið 2004.
Giftusamleg björgun.
Hafsteinn Heiðarsson fyrir flug á tíunda áratugnum.
Um borð í Páli Sveinssyni.