Samskipti við skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands

Löggæslu- og eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar í landhelgi og efnahagssögu Íslands

  • _S4I7004

Íslensk varðskip og gæsluloftför eru auðkennd með orðinu "LANDHELGISGÆSLAN" og fánalitunum, auk íslenska tjúgufánans.

Ef varðskip eða loftfar Landhelgisgæslunnar óskar eftir viðskiptum við skip eru notaðar alþjóðlegar kallrásir, alþjóða merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki.

  1. Til þess að vekja almenna athygli á ósk um að hafa samband við nálægt skip er fyrst kallað á skipið á alþjóða kallrásum, en sé því ekki sinnt eru gefin löng hljóðmerki, eða alþjóða merkið "K" gefið með merkjaflaggi eða ljósmorsi.
  2. Ef þess er sérstaklega óskað að viðkomandi skip stöðvi ferð sína og/eða athafnir eru fyrirmæli gefin um það um talstöð, en sé því ekki svarað er alþjóða merkið "L" gefið sem hljóðmerki, ljósmors eða með merkjaflaggi.Ef þeim merkjasendingum er ekki sinnt mun varðskip ítreka þær með lausum skotum úr fallbyssu, en gæsluloftfar mun kalla á næsta varðskip sér til aðstoðar og bíða komu þess á flugi yfir viðkomandi skipi, með óslitinni eftirför. Hlýði skip ekki lausum aðvörunarskotum íslenskra varðskipa þá hafa yfirmenn þeirra, eftir aðstæðum eða samkvæmt nánari fyrirmælum, heimild til þess að þvinga fram vilja sinn með notkun fastra skota.
  3. Ef skip óskar samskipta við íslenskt varðskip eða gæsluloftfar getur það kallað "VARÐSKIP", "GÆSLAN" eða "ICELANDIC COAST GUARD" á alþjóða kallrásum, með DSC eða með alþjóða merkjum.

Ef aðstoðar Landhelgisgæslunnar er þörf er hægt að hafa samband við stjórnstöð með því að kalla á VARÐSKIP-RADÍÓ á alþjóða kallrásum, með DSC, um strandstöðvar eða um síma.

Útkallsnúmer Landhelgisgæslunnar: 511 3333
Inmarsat-C: 425 101 519
Inmarsat-A: 581 125 1123
Fax-númer: 545 2001
Stjórnstöð sími: 545 2100
Netfang: sar@lhg.is
Vefsíða: http://www.lhg.is
DSC-númer: 002510100