Við erum til taks

Öryggi - Þjónusta - Fagmennska

Landhelgisgæslan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og verkefnin sem hún sinnir eru vægast sagt margbreytileg. Hér má meðal annars finna kennitölu og bankaupplýsingar stofnunarinnar. 

 • Öryggis- löggæsla og eftirlit á hafinu
 • Leit og björgun
 • Sjúkraflutningar
 • Sprengjueyðing
 • Sjómælingar- og sjókortagerð
 • Aðstoð við löggæslu á landi
 • Aðstoð við almannavarnir

Kjörorð Landhelgisgæslunnar „Við erum til taks“ vísar á breiðum grundvelli til starfsemi Landhelgisgæslunnar í nútíð og framtíð. Það á við hvort sem vitnað er til leitar og björgunar, löggæsluverkefna, sjómælinga á öruggum siglingaleiðum eða annarra sérhæfðra verkefna sem starfsmönnum Landhelgisgæslunnar er trúað fyrir. Kjarninn sem að baki því stendur er að vera til taks.

Hlutverk

Verkefni Landhelgisgæslunnar eru tilgreind í 4. gr. laga nr. 52/2006, um Landhelgisgæslu Íslands.

 • Öryggisgæsla á hafinu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, samninga við önnur ríki og ákvæði laga.
 • Löggæsla á hafinu, þ.m.t. fiskveiðieftirlit og aðstoð við löggæslu á landi í samvinnu við ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra.
 • Leitar- og björgunarþjónusta við sjófarendur, skip og önnur farartæki á sjó.
 • Leitar- og björgunarþjónusta við loftför.
 • Leitar- og björgunarþjónusta á landi.
 • Aðkallandi sjúkraflutningar í samvinnu við aðra björgunaraðila.
 • Aðstoð við almannavarnir.
 • Aðstoð, þegar eðlilegar samgöngur bregðast, svo sem vegna hafíss, snjóalaga, ofviðra eða náttúruhamfara.
 • Eftirlit á hafinu samkvæmt lögum um siglingavernd og öðrum sambærilegum lögum.
 • Að tilkynna um, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti sem sjófarendum getur stafað hætta af auk sprengjueyðingar á landi.
 • Sjómælingar, sjókortagerð, útgáfa tilkynninga til sjófarenda, sjávarfallataflna og leiðsögubóka auk annarra rita sem tengjast siglingum.
 • Móttaka tilkynninga frá skipum samkvæmt lögum um útlendinga og eftirlit með lögsögumörkum á hafinu.
 • Rekstur fjarskipta- og ratsjárstöðva.
 • Umsjón með öryggissvæðum og eignum NATO á Íslandi.

Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd einstakra verkefna í reglugerð.

Í 5. gr. eru talin upp verkefni sem Landhelgisgæslunni er heimilt að gera þjónustusamninga um, þar er m.a. um að ræða:

 • Fiskveiðieftirlit.
 • Fjareftirlit með farartækjum á sjó.
 • Almennt sjúkraflug og aðstoð við læknisþjónustu.
 • Mengunarvarnir og mengunareftirlit á hafinu.
 • Sprengjueyðingu og hreinsun skotæfingasvæða.
 • Eftirlit með skipum á hafinu og aðstoð við framkvæmd vitamála.
 • Rekstur vaktstöðvar siglinga.
 • Móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum.
 • Tolleftirlit.
 • Rannsóknir og vísindastörf á hafinu eftir því sem aðstæður leyfa.

Landhelgisgæslu Íslands er heimilt í samráði við ráðherra að taka að sér ólögbundin verkefni með samningum þegar sérstaklega stendur á.

Reikningsupplýsingar

 

Kennitala 710169-5869
IBAN No. IS98 0311 2602 8500 7101 6958 69
SWIFT (BIC): ESJAISRE
Vsk nr. (VAT Reg.No.) 72442
 e-mail  invoice@lhg.is 
Reikn. 0311-26-28500

Arion banki
Borgartúni 19
105 Reykjavík