Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fréttayfirlit

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyðarsenda á tíðninni 121,5/243 MHz

11.9.2008

Skiptið í 406 MHz !

Alþjóðlega Cospas-Sarsat gervihnattakerfið mun hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5/243 MHz frá 1. febrúar 2009. Allir eigendur og notendur neyðarsenda ættu að byrja að undirbúa að skipta út neyðarsendum á 121,5/243 MHz og setja í staðinn 406 MHz neyðarsenda eins fljótt og auðið er. Gott tækifæri til að kaupa 406 MHz neyðarsendi er þegar þarf að endurnýja rafhlöðurnar í 121,5/243 MHz sendinum þínum. Þessar rafhlöður þarf einmitt að endurnýja á 5 ára fresti. Því fyrr sem þú skiptir út gamla neyðarsendinum, því  betri þjónustu getur Cospas-Sarsat kerfið veitt þér, ef sendirinn þinn  er settur í gang í neyðartilfelli.

Á árinu 2009 mun Cospas-Sarsat gervihnattakerfið aðeins nema  merki frá 406 MHz neyðarsendum. Þetta á við alla neyðarsenda fyrir siglingar (EPIRB), alla neyðarsenda fyrir flug (ELT) og alla neyðarsenda sem eru í einkaeigu (PLB). Annar búnaður eins og („maður fyrir borð“ búnaður og miðunar sendar) sem vinna á 121,5 MHz og eru ekki háðir gervihnattamóttöku, munu samt sem áður ekki verða fyrir áhrifum af því að úrvinnslu á gervihnattamerkjum á 121,5 MHz verður hætt.

Afhverju að skipta ?

Cospas-Sarsat ákvað að hætta gervihnatta-úrvinnslu merkja frá neyðarsendum á 121,5/243 MHz  í samráði við Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóða siglingamálastofnuninni (IMO). Þessar stofnanir Sameinuðu þjóðanna fara með stjórn þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru fyrir flugvélar og skip, og hafa staðfest takmarkaða eiginleika 121,5/243 MHz neyðarsendanna og yfirburðar eiginleika 406 MHz  neyðarkerfisins.

Aðeins ein af  50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg  áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR). Hægt er að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna (1 af 17 reynast raunveruleg) og þegar neyðarsendir er rétt skráður þá er einfalt með einu símtali til skráðs eiganda hans, í samræmi við kóðaðar upplýsingar neyðarsendisins, að ganga úr skugga um hvort um raunverulega neyð geti verið að ræða.  Þar af leiðandi fá raunveruleg atvik viðeigandi viðbrögð.

Þegar neyðarmerki frá 406 MHz neyðarsendi eru móttekin geta  stjórnendur björgunarmála kallað fram upplýsingar úr skráningar gagnagrunni. Í honum er að finna upplýsingar um eiganda neyðarsendisins og hvernig má ná sambandi við hann, aðila vegna neyðar og upplýsingar um einkennisstafi skips/flugvélar.
Með þessum upplýsingum geta leitar- og björgunarstjórnendur brugðist við á viðeigandi hátt.

Tryggið að 406 MHz neyðarsendirinn sé rétt og örugglega skráður.

Stafrænu (digital) 406 MHz neyðarsendarnir hafa marga kosti fram yfir hliðrænu (analog)   121,5/243 MHz neyðarsendana.   Möguleiki er að endurvarpa staðsetningum frá 406 MHz neyðarsendi til björgunarstöðva, fyrr, af meira öryggi og með meiri nákvæmni.

 

406 MHz neyðarsendir

121,5/243 MHz neyðarsendir

Merki

Stafrænt:  Sérstakt einkenni, skráningarupplýsingar sem gefa upplýsingar um eiganda skips eða flugvélar.

Hliðrænt: Engar upplýsingar forritaðar, fleiri falskar neyðarsendingar

Styrkur merkis

5 W púls

0,1 W stöðugt

Svæðisdekkun

Hnattrænt

Svæðisbundið

Staðsetningarnákvæmi

Doppler: 5 Km.
GNSS (GPS) 100 m ef staðsetning er kóðuð í sendinguna

Innan 20 Km (aðeins Doppler).

Viðbragðstími

GEO (staðbundinn gervihnöttur):
Innan 5 mínuútna

Biðtími sporbrautarhnatta (LEO) 45 mín  meðaltími

Áreiðanleiki staðsetningar

Niðurstaða möguleg frá einu gervitungli

Þarf 2 yfirflug gervihnatta til að fá rétta staðsetningu.

 

Þýtt af heimasíðu www.cospas-sarsat.org