Forstjóri Landhelgisgæslunnar og framkvæmdateymi

Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg er fæddur í Reykjavík árið 1959. Hann var skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar í desember 2004 og tók við embættinu í ársbyrjun 2005. Georg er lögfræðingur að mennt. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1985 og lagði svo stund á framhaldsnám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Áður en Georg varð forstjóri Landhelgisgæslunnar gegndi hann embætti forstjóra Útlendingastofnunar, var settur lögreglustjóri í Reykjavík, var sýslumaður meðal annars í Vestmannaeyjum og Búðardal og settur dómari við Borgardóm Reykjavíkur. 

Georg_1517939474488

Eftirfarandi skipa framkvæmdateymi Landhelgisgæslunnar: 

Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði og framkvæmdastjóri siglingasviðs
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi
Fríða Aðalgeirsdóttir, fjármálastjóri
Guðríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur
Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri
Jóhanna Jakobsdóttir, gæðastjóri.
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs
Ólöf Birna Ólafsdóttir, flugrekstrarstjóri
Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri