Forstjóri Landhelgisgæslunnar og framkvæmdateymi

Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg er fæddur í Reykjavík árið 1959. Hann var skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar í desember 2004 og tók við embættinu í ársbyrjun 2005. Georg er lögfræðingur að mennt. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1985 og lagði svo stund á framhaldsnám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Áður en Georg varð forstjóri Landhelgisgæslunnar gegndi hann embætti forstjóra Útlendingastofnunar, var settur lögreglustjóri í Reykjavík, var sýslumaður meðal annars í Vestmannaeyjum og Búðardal og settur dómari við Borgardóm Reykjavíkur. 

Georg_1517939474488

Eftirfarandi skipa framkvæmdateymi Landhelgisgæslunnar: 

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði og framkvæmdastjóri siglingasviðs
Guðríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur
Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs
Ólöf Birna Ólafsdóttir, flugrekstrarstjóri
Fríða Aðalgeirsdóttir, fjármálastjóri
Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi