Fréttayfirlit: febrúar 2005

Sendinefnd frá Atlantshafsbandalaginu í heimsókn hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar

Mánudagur 28. febrúar 2005. Nýlega heimsóttu þrír embættismenn frá Atlantshafsbandalaginu sprengjudeild Landhelgisgæslunnar.  Utanríkisráðuneytið skipulagði heimsóknina.  Gestirnir hittu starfsfólk sprengjudeildar og fengu upplýsingar um starfsemi deildarinnar á Íslandi og í Írak á vegum Friðargæslunnar.  Einnig var fjallað um möguleika á áframhaldandi starfi sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar fyrir Friðargæsluliðið.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.Mynd: Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður: Adrian King sprengjusérfræðingur sýnir embættismönnunum tæki og tól sprengjudeildarinnar.Mynd: Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður: Starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og gestirnir frá NATO. Vélmennið sem sérhannað er til sprengjueyðingar í forgrunni.

Týsmenn á veiðarfæranámskeiði

Mánudagur 28. febrúar 2005.Áhöfn varðskipsins Týs fór á veiðarfæranámskeið í dag og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. Þetta er sambærilegt veiðarfæranámskeið og haldið var nýlega fyrir áhöfn varðskipsins Ægis en sagt er frá því 14. febrúar sl. á heimasíðunni.Mynd DS: Sigurður Steinar Ketilsson fjallaði um vörpur, önnur veiðarfæri, umbúnað og merkingar auk möskvamælinga.Mynd DS: Gunnar Páll Baldursson háseti, Pálmi Jónsson stýrimaður, Haukur Haraldsson bátsmaður og Páll Geirdal yfirstýrimaður.Mynd DS: Halldór Gunnlaugsson skipherra og skipstjórnarmennirnir Auðunn F. Kristinsson, Friðrik Höskuldsson og Magnús Örn Einarsson.Mynd Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og leiðbeinandi á námskeiðinu: Fremri röð frá vinstri Rögnvaldur K. Úlfarsson háseti, Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur og veiðarfærasérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun, Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur, Hermann Hrafn Guðmundsson markaðsstjóri og netagerðarmeistari frá Fjarðarneti, Olgeir Haraldsson verkstjóri og netagerðarmeistari frá Fjarðarneti, Halldór Gunnlaugsson skipherra.  Aftari röð frá vinstri: Gunnar Páll Baldursson háseti, Pálmi Jónsson stýrimaður, Haukur Haraldsson bátsmaður, Páll Geirdal yfirstýrimaður, Friðrik Höskuldsson stýrimaður, Magnús Örn Einarsson stýrimaður, Jón Árni Árnason háseti, Thorben Lund yfirstýrimaður, Kjartan Örn Kjartansson viðvaningur, Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður, Ágúst Skorri Sigurðsson háseti, Hreinn Vídalín háseti, Gísli Torfi Gunnarsson háseti og Jóhann Eyfeld Ferdinandsson háseti.

Sjúkraflug TF-LIF til Sauðárkróks

Laugardagur 26. febrúar 2005. Neyðarlínan hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun kl. 5:35 og tilkynnti um slys um borð í bátnum Baldri Karlssyni ÁR-06. Stjórnstöð var gefið samband við bátinn sem þá var staddur 30 sjómílur út af Hornafirði.  Einn skipverja hafði handleggsbrotnað og var talið að um opið beinbrot væri að ræða.  Skipstjórinn ætlaði að sigla í átt til Hornafjarðar til móts við þyrluna.Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út en þegar hún var að leggja af stað hringdi Neyðarlínan aftur í stjórnstöðina og tilkynnti um bílslys í Skagafirði.  Þar hafði karlmaður slasast eftir útafakstur. Þyrlan fór í loftið kl. 6:30 og var ákveðið, þegar hún var komin hálfa leið í átt að bátnum, að hætta við sjúkraflug út á haf og senda þyrluna frekar til Skagafjarðar. Hún lenti á Sauðárkróki um kl. 8 í morgun og kom til baka til Reykjavíkur með hinn slasaða laust eftir kl. níu.  Skipstjórinn á Baldri Karlssyni sigldi með slasaða skipverjann til hafnar og var hann fluttur á sjúkrahús.Í gærkvöldi var þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út en þá var óttast um bát sem hafði tekið niðri við Hópsnes.  Útkallið var síðan afturkallað stuttu síðar er báturinn komst á flot á ný.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.

Maður beið bana í vélsleðaslysi í nótt

Föstudagur 18. febrúar 2005. Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 0:22  og tilkynnti að maður hefði farið á vélsleða fram af hengju í blindbyl á Landmannaleið við Sandleysu. Óttast var um líf hans. Lögreglan á Hvolsvelli var að kanna málið.Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og skömmu síðar hafði lögreglumaður á Hvolsvelli samband við stjórnstöð og óskaði eftir að þyrlan færi af stað.  Björgunarsveit var þá að leggja af stað frá Hellu og var reiknað með að hún yrði u.þ.b. klst. á leiðinni.TF-LIF fór í loftið kl. eitt í nótt og var komin á svæðið kl. 1:34. Áhöfn þyrlunnar fór þá að leita að hinum slasaða og fann hann loks um kl. 2:15 en þá voru björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli að koma á staðinn.  Læknir í áhöfn þyrlunnar fór með björgunarsveitarmönnum að skoða hinn slasaða. Hann var úrskurðaður látinn um kl. 2:40 og var ákveðið að björgunarsveitarmenn flyttu hann til byggða.Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 3:24.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.

Forstjóri Landhelgisgæslunnar heimsækir Varnarliðið

Föstudagur 18. febrúar 2005.Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, Georg Kr. Lárusson, fór í vikunni í sína fyrstu opinberu heimsókn til Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eftir að hann var skipaður í embættið.  Heimsóknin var í boði yfirmanns Varnarliðsins, Roberts M. McCormick ofursta, sem tók á móti forstjóranum og fylgdarliði hans ásamt sínum nánustu samstarfsmönnum.  Helstu samstarfsstofnanir Landhelgisgæslunnar innan varnarsvæðisins voru heimsóttar og fjallað um sameiginleg verkefni en varnarsvæðið í heild var einnig kynnt.  Þrátt fyrir ýmsar breytingar á skipulagi Varnarliðsins verður það áfram mikilvægur öryggishlekkur í mörgum verkefnum sem Landhelgisgæslan ber ábyrgð á.  Þau mál voru m.a. rædd á meðan á heimsókninni stóð.Varnarliðið er og hefur verið mikilvægur samstarfsaðili Landhelgisgæslunnar á sviði björgunar- og öryggismála um áratuga skeið og samskiptin mikil, náin og fagmannleg.  Landhelgisgæslan er tengiliður Varnarliðsins gagnvart íslenskum aðilum á sviði leitar- og björgunarmála samkvæmt sérstökum samningi þar um.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands ásamt Reobert McCormick yfirmanni Varnarliðsins í Keflavík.  Með þeim á myndinni eru Michael Kristensen tengiliður danska sjóhersins hjá Varnarliðinu, William Becker aðgerðarstjóri Varnarliðsins, Rik Combs næstráðandi yfirmaður Varnarliðsins, Ásgrímur L. Ásgrímsson deildarstjóri hjá LHG og Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda LHG.  

Sjúkraflug TF-SIF vegna hjartveiks manns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Fimmtudagur 17. febrúar 2005.Neyðarlínan gaf stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við Lögregluna á Selfossi kl. 12:25 sem tilkynnti að maður á bæ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefði fengið hjartaáfall og óskaði eftir þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og fór hún í loftið kl. 12:49.  Hún var komin að bænum um 20 mínútum síðar og fór þaðan kl. 13:18. Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 13:46 en þar beið neyðarbíll með lækni sem flutti manninn á sjúkrahús.Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.  

Áhafnir varðskipanna á veiðarfæranámskeiðum

Mánudagur 14. febrúar 2005.Áhöfn varðskipsins Ægis sótti veiðarfæranámskeið í dag.  Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý skipulagði námskeiðið og var einnig leiðbeinandi en aðrir leiðbeinendur voru Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur og veiðarfærasérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun, Olgeir Haraldsson verkstjóri og netagerðarmeistari og Hermann Hrafn Guðmundsson markaðsstjóri og netagerðarmeistari, báðir á vegum Fjarðanets á Akureyri og TBen í Hafnarfirði sem eru fyrirtæki í Hampiðjan Group.Sigurður Steinar fjallaði um vörpur, önnur veiðarfæri, umbúnað og merkingar auk möskvamælinga. Haraldur Arnar fjallaði um framtíðarsýn í gerð möskva og möskvastærð og nýju Omega-möskvamælana sem verða framleiddir samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins og koma á markað á næstunni. Þessir mælar valda byltingu í möskvamælingum að sögn leiðbeinenda en mælarnir eru mjög nákvæmir og hægt er að prenta út allar upplýsingar úr þeim eftir mælingu.  Olgeir og Hermann Hrafn fjölluðu um skiljur í veiðarfærum, uppsetningu, rimlabil, lengd á keðjum og fleira.Veiðarfæranámskeið verður haldið á næstunni fyrir áhöfn varðskipsins Týs.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr. Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri Birgir H. Björnsson stýrimaður, Einar Valsson yfirstýrimaður, Halldór Nellett skipherra á varðskipinu Ægi, Rafn Sigurðsson háseti, Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður og Olgeir Haraldsson leiðbeinandi.  Þeir eru að skoða líkan af rækjutrolli með seiðaskilju og smárækjuskilju. Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri: Haraldur Arnar fiskifræðingur, Olgeir Haraldsson leiðbeinandi, Rafn Sigurðsson háseti, Birgir H. Björnsson stýrimaður, Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður, Óskar Á. Skúlason háseti og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý.  Þarna eru þeir að skoða SORT-V smáfiskaskilju. Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri Halldór Nellett skipherra á varðskipinu Ægi, Birgir H. Björnsson stýrimaður, Einar Valsson yfirstýrimaður, Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður, Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur frá Hafrannsóknastofnun, Guðmundur Valdimarsson bátsmaður, Jóhann Sigurjónsson háseti, Óskar Á. Skúlason háseti, Rafn Sigurðsson háseti, Olgeir Haraldsson leiðbeinandi, Linda Ólafsdóttir háseti, Sigurður Óskarsson háseti, Ásmundur Pétursson háseti, Hermann Hrafn Guðmundsson leiðbeinandi og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý.  

Sótt með þyrlu eftir bílveltu á Hrútafjarðarhálsi

Laugardagur 12. febrúar 2005. Neyðarlínan hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 14:40 og gaf samband við lækni á Hvammstanga.  Hann óskaði eftir þyrlu til að sækja unga konu sem lent hafði í bílveltu á Hrútafjarðarhálsi.  Konan var í annarlegu ástandi sem talið var alvarlegt en það var ekki rakið til bílveltunnar. Illfært var fyrir sjúkrabíl að flytja hana til Reykjavíkur vegna snjókomu og hálku.Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 15:34. Konan var flutt með sjúkrabíl á móti þyrlunni og var ákveðið að TF-LIF kæmi til móts við hann á Holtavörðuheiði því að veðrið þar var nokkuð skárra en annars staðar á leiðinni.  Þyrlan lenti á Holtavörðuheiði kl. 16 og kom til Reykjavíkur með konuna kl. 16:50.  Hún var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.

Bein útsending frá fjarskiptamiðstöð lögrelgunnar og varðstofu 112

Föstudagur 11. febrúar 2005. Nú er hægt að fylgjast með vinnu starfsmanna í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og varðstofu 112 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í beinni útsendingu.  Þetta er gert í tilefni af 112-deginum í dag og er liður í að kynna starfsemi þessara aðila sem alla jafna fer fram fyrir luktum dyrum.  Vefmyndavélar hafa verið settar upp en þess verður gætt að trúnaðarupplýsingar birtist ekki í mynd.  Slóðin er www.siminn.is/112 Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.    

Landhelgisgæslan og 112 dagurinn í Smáralind

Föstudagur 11. febrúar 2005. Það var mikið um dýrðir á bílaplaninu við Smáralind í dag er Landhelgisgæslan og fleiri björgunaraðilar héldu sýningu á björgunartækjum sínum. Á meðfylgjandi myndum má sjá þau björgunartæki sem Landhelgisgæslan sýndi og starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem stóðu að sýningunni af hálfu stofnunarinnar.Mynd DS: TF-SIF á sveimi yfir Smáralind.  Fyrst var sýnd björgunaræfing og þegar þyrlan lenti á bílaplaninu bauðst gestum að skoða þyrluna. Mynd Adrian King: Björgunaræfingin í fullum gangi. Mynd DS: Það myndaðist troðningur við TF-SIF þegar slökkt hafði verið á hreyflunum og gestir máttu skoða þyrluna.Mynd DS: Þengill Oddsson læknir í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og flugstjórinn Jakob Ólafsson Mynd DS:  Í áhöfn þyrlunnar er flugstjóri, flugmaður, stýrimaður (sigmaður), flugvirki (spilmaður) og læknir.  Hér eru Jón Erlendsson flugvirki við TF-SIF og Sigurður Heiðar Wiium flugmaður. Mynd DS: Páll Geirdal yfirstýrimaður (sigmaður) með sjúkrabörurnar úr TF-SIF. Mynd DS: Sérútbúin bifreið sprengjudeildar (sprengjubíllinn) og vélmenni sem notað er til sprengjueyðingar vöktu mikla athygli.  Hér er sjónvarpsfréttamaður að taka viðtal við Sigurð Ásgrímsson sprengjusérfræðing en Ágúst Magnússon sprengjusérfræðingur fylgist með í sérstökum búningi sem notaður er við hættulegar aðstæður. Adrian King sprengjusérfræðingur situr inni í bílnum og stjórnar vélmenninu. Mynd DS: Börnunum fannst gaman að skoða tækin í sprengjubílnum.  Hér eru ungir áhugasamir menn á spjalli við Adrian King sprengjusérfræðing. Mynd DS: Þessi litli piltur var dálítið hikandi þegar honum bauðst að heilsa upp á Ágúst í múnderingunni. Mynd DS: Páll Geirdal yfirstýrimaður (sigmaður) í áhöfn TF-SIF og Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður, sem skipulagði 112-daginn af hálfu Landhelgisgæslunnar, voru bara nokkuð hressir yfir áhuga sýningargesta á tækjum stofnunarinnar. Mynd DS: Friðrik H. Friðriksson varðstjóri í stjórnstöð og kafari sýndi Springer-bátinn.Mynd DS  

112 dagurinn á Íslandi í fyrsta sinn föstudaginn 11. febrúar

Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin – 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.   Árangur af starfi þessara aðila byggir á hraða, samvinnu og skipulagi. Þeir taka höndum saman um að kynna starfsemi sína föstudaginn 11. febrúar þegar 112 dagurinn er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp á 11. febrúar ár hvert.   Fjölbreytt dagskrá í Smáralind Viðamikil dagskrá verður í Smáralind í Kópavogi kl. 14-18, annars vegar í göngugötunni og hins vegar á bílaplaninu að norðanverðu, við Smárabíó. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir meðal annars björgun og lendir á bílaplaninu kl. 15.00.   Göngugatan kl. 14.00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp kl. 14.10 Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2004 kl. 14.20 Verðlaun í Eldvarnagetraun LSS 2004 kl. 14.30-18.00 Sjúkraflutningamenn sýna búnað og mæla blóðsykur gesta Sýnikennsla í skyndihjálp Björgunarsveitarmenn sýna búnað sinn Tækjabíll umferðardeildar ríkislögreglustjórans Kynning á starfsemi 112 og viðbragðsaðila Útkall 2004 – ljósmyndasýning Bein vefútsending frá varðstofum 112 og Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu og frá tækjasýningu á bílaplani á 112.is og rls.is   Stórbrotin tækjasýning á bílaplaninu við Smárabíó kl. 15.00-18.00 verða þyrla, sjúkrabíll, slökkvibíll, björgunarbíll, vettvangsstjórabíll lögreglu, sprengjubíll Landhelgisgæslunnar og vélmenni til sprengjueyðingar til sýnis. kl. 15.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu. kl. 16.00 SHS sýnir björgun fólks úr bílflaki með klippum og glennum. kl. 17.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.   Opið hús víða um land Fjöldi viðbragðsaðila víða um land býður almenningi í heimsókn eftir hádegi. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað. Gestum verður víða boðið upp á hressingu.   Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18 Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18 Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18 Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18 Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18 Lögreglan á Akureyri kl. 14-18 Lögreglan í Vestmannaeyjum 14-17 Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18 Lögreglan á Blönduósi 14-16 Lögreglan og fleiri á Húsavík 13-18 Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri.  

Tveggja skipverja af Jökulfellinu saknað - Fimm skipverjum var bjargað í nótt en fjórir hafa fundist látnir

Þriðjudagur 8. febrúar 2005.Lík fjögurra skipverja af Jökulfelli hafa fundist í nótt og í morgun og er tveggja manna saknað. Eins og fram hefur komið var fimm skipverjum bjargað fyrir miðnætti.   Rúmlega þrjú í nótt tilkynnti björgunarstjórnstöðin í Þórshöfn í Færeyjum að ekki hafi fundist fleiri skipverjar á lífi en þeir fimm sem búið var að bjarga.  Björgunarmenn töldu sig þó hafa séð einn mann í sjónum en ekki var talið að hann væri á lífi. Fjögur leitarskip voru á svæðinu en þyrluáhafnir í hvíld.  Fyrirhugað var að senda þyrlurnar aftur af stað í birtingu.  Að sögn varðstjóra í björgunarmiðstöðinni í Þórshöfn hafði skipinu hvolft á 3-5 mínútum og höfðu þá allir skipverjar fengið björgunargalla.  Óvíst var hvort þeir komust allir út úr skipinu í tæka tíð. Óskað var eftir að fá flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, til leitar þar sem hún gæti komist yfir stærra svæði en þyrlurnar.  Búið var að skipuleggja leitarsvæði fyrir skipin.   TF-SYN fór í loftið kl. 8:30.  Tveir ,,útkikksmenn" frá Flugbjörgunarsveitinni voru með í för.  Áætlað var að flugvélin yrði á svæðinu um kl. 10:20. Skömmu síðar bárust þær upplýsingar frá björgunarmiðstöðinni í Þórshöfn að eitt lík hefði fundist í nótt en fimm skipverja væri enn saknað.    Er kl. var ellefu höfðu 3 lík fundist en þau voru tekin um borð í færeyska varðskipið Tjaldrið.  Fimm skipbrotsmenn sem komust lífs af voru um borð í varðskipinu Vædderen en þriggja skipverja var enn saknað.   Tuttugu mínútum síðar hafði eitt lík til viðbótar fundist.    Áhöfn TF-SYN hóf leit kl. 10:10 í morgun og er búist við að hún komi aftur til Reykjavíkur eftir kl. 17 í dag.   Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.

Eyðingarmáttur sprengja og vélmenni til sprengjueyðingar sýnd á námskeiði fyrir lögreglumenn

Þriðjudagur 8. febrúar 2005.   Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar héldu fyrirlestur um sprengiefni og hryðjuverkasprengjur og sýndu dæmi um mátt sprengiefnis á námskeiði sem nýlega var haldið fyrir Lögregluna í Reykjavík.  Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar stóð fyrir námskeiðinu sem stóð í vikutíma en Landhelgisgæslan hefur séð um þennan þátt námskeiðsins sl. þrjú ár.   Að sögn Adrians King sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni voru nokkrar sprengjur sprengdar til að sýna eyðingarmátt mismunandi sprengiefnis sem notað er í heimatilbúnar sprengjur, þ.m.t. hryðjuverkasprengjur.  Einnig var ný sérhönnuð bifreið sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar sýnd og vélmenni sem danski landherinn gaf Landhelgisgæslunni í fyrra.  Vélmennið verður til sýnis í Smáralind föstudaginn 11. febrúar næstkomandi á 112-deginum þar sem búnaður viðbragðsaðila í landinu verður sýndur.  Þar verða einnig þyrla Landhelgisgæslunnar og sérútbúna bifreið sprengjudeildarinnar. Sýningin verður á bílaplaninu við Smárabíó klukkan 15-18.  Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.   Mynd LHG/Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur: Leiðbeinendur og þátttakendur á námskeiðinu fyrir framan sérútbúnu bifreið sprengjudeildarinnar og vélmennið í forgrunni.   

Sex skipverja af flutningaskipinu Jökulfelli saknað - Skipinu hvolfdi 57 sjómílur norðaustur af Færeyjum

Mánudagur 7. febrúar 2005. Flutningaskipinu Jökulfelli hvolfdi í kvöld 57 sjómílur norðaustur af Færeyjum eða 260 sjómílur austsuðaustur af mynni Reyðarfjarðar.  Í áhöfninni eru 11 manns, Rússar og Lettar.  Fimm mönnum hefur verið bjargað en ekki er vitað um afdrif sex skipverja.Björgunarstjórnstöðin í Þórshöfn í Færeyjum hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 20:14 og tilkynnti að sjálfvirkt neyðarkall hefði borist frá flutningaskipinu Jökulfelli sem Samskip eru með á leigu. Reynt var að ná sambandi við skipið með talstöð en ekkert svar barst.  Samkvæmt sjálfvirka neyðarkallinu var skipið statt 57 sjómílur norðaustur af Færeyjum. Óskað var eftir upplýsingum um símanúmer um borð í Jökulfelli. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu uppi á símanúmerinu og reyndu árangurslaust að hringja í það.  Síðan var björgunarstjórnstöðin í Færeyjum upplýst um símanúmerið.Björgunarmiðstöðin í Færeyjum hafði aftur samband um kl. 21 og tilkynnti að ekkert hefði heyrst frá Jökulfelli. Skip á svæðinu voru beðin um að sigla í átt að þeirri staðsetningu sem neyðarkallið barst frá.  Áætlað var að fyrsta skip næði þangað innan tveggja klukkustunda.  Óskaði björgunarstjórnstöðin í Færeyjum jafnframt eftir því að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kæmi boðum til leigutaka og eigenda Jökulfells. Enn var haft samband frá björgunarmiðstöðinni í Þórshöfn kl. 21:12 en þá hafði björgunarmiðstöðin í Aberdeen látið vita um neyðarsendingu frá skipinu sem barst um gervihnött kl. 20:59.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar veitti upplýsingar um fjölda skipverja og símsendi einnig upplýsingar um skipið. Samkvæmt ástandsskýrslu sem var send frá Færeyjum kl. 21:43 var búið að senda danska eftirlitsskipið Vædderen, færeysku varðskipin Brimil og Tjaldrið og rússneska togarann Viktor Mirinov á svæðið.  Þyrla frá Vædderen var einnig lögð af stað og var áætlað að hún yrði á svæðinu um kl. 22. Er stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði samband við björgunarmiðstöðina í Þórshöfn kl. 22:48 var þyrlan búin að finna Jökulfell en þá var skipið á hvolfi. Áhöfn þyrlunnar var að hífa menn upp úr sjónum og önnur þyrla á leiðinni frá Færeyjum.  Reiknað var með fyrsta skipi á svæðið eftir 45 mínútur.  Landhelgisgæslan bauð aðstoð með því að senda flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, til leitar í birtingu ef á þyrfti að halda. Önnur ástandsskýrsla frá björgunarstjórnstöðinni í Færeyjum kom kl. 23:10. Þá var búið að bjarga fimm mönnum um borð í dönsku þyrluna en 6 manna saknað.  Önnur björgunarþyrla var á leiðinni og var reiknað með að hún yrði á svæðinu kl. 23:25.  Veður á svæðinu var suðsuðvestan 15 metrar á sekúndu, mikill sjór en skyggni gott. Flutningaskipið Jökulfell er 2.469 brúttótonn og eru Samskip með það á leigu.  Skipið sem er skráð á eynni Mön í Bretlandi var á leið frá Liepaja í Lettlandi til Reyðarfjarðar með 2.000 tonna farm af stáli og nokkra gáma samkvæmt upplýsingum frá Samskipum. Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlafulltrúi

Slasaður maður fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílslys á Akranesi

Föstudagur 4. febrúar 2005.Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flutti slasaðan mann frá Akranesi á sjúkrahús í Reykjavík í dag. Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 14:08 og tilkynnti um slys á Akranesi en þar hafði bílstjóri vörubíls slasast mikið eftir að vörubíllinn valt. Óskað var eftir þyrlu til að sækja manninn. TF-SIF var í æfingaflugi yfir ytri höfninni í Reykjavík. Henni var þegar flogið út á Reykjavíkurflugvöll þar sem eldsneyti var tekið fyrir flugið.  Þyrlan fór í loftið frá flugvellinum kl. 14:24 og var komin til Akraness kl. 14:40.  Þaðan hélt þyrlan kl. 15:08 og lenti síðan við slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi kl. 15:14.Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.