Fréttayfirlit

USS Indiana kom í stutta þjónustuheimsókn

IMG_5826

Áhöfnin á varðskipinu Freyju fylgdi bandaríska kafbátnum, USS Indiana, um landhelgina í vikunni. Kafbáturinn var hingað kominn í stutta þjónustuheimsókn og áhafnarskipti. Áhafnarskiptin fóru fram í Stakksfirði.

Norrænar strandgæslur funduðu í Eyjum

NCGC-i-Vestmannaeyjum

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna í norrænu löndunum var haldinn í Vestmannaeyjum á dögunum. Saga Landhelgisgæslunnar tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum og því þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni.

Northern Challenge hafin

Seradgerdasveit-LHGTh

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur.

Samstarf þjálfunardeilda Icelandair og Landhelgisgæslu Íslands

Iceair-og-LHG

Icelandair og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samning um samstarf í þjálfunarmálum. Þótt flugrekstur þessara aðila sé í eðli sínu ólíkur eru fjölmargir sameiginlegir snertifletir sem snúa að reglubundinni þjálfun áhafna þar sem öryggi er ávallt í fyrsta sæti. 

Nokkuð um borgarís úti fyrir Vestfjörðum

Borgaris_1726152840791

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fengið fjölmargar tilkynningar um borgarísjaka vestur og austur af Vestfjörðum í vikunni. Siglingaviðvaranir hafa verið sendar sjófarendum vegna ísjakanna.

Leitað á Vogaheiði í síðasta mánuði

Nordur-Vikingur12764

Eitt af verkefnum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða sprengjum sem finnast á landi og á hafinu umhverfis landið.

Norður Víkingi 2024 lokið

Nordur-Vikingur13182

Varnaræfingunni Norður Víkingi 24 er lokið. Megintilgangur æfingarinnar var að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana. Norður Víkingur er reglubundin tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja.

Aðgerðir á sjó samhæfðar

1-Nordur-Vikingur12631

Áhöfnin á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn bandaríska sjóhersins hafa í vikunni æft aðgerðir á sjó, þar á meðal uppgöngu í skip og eftirför, sem er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst í vikunni. 

Fjöldi útkalla þyrlusveitar í sumar

DSC_7570-copy_1724766859985

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast fjögur útköll undanfarinn sólarhring. Snemma í morgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var statt djúpt norður af Vestfjörðum og á meðan verið var að sinna því barst beiðni um útkall vegna veikinda í Grundarfirði. 

Ólafur Þór Thorlacius - Minning

Oli-Toll-a-kontornum-a-Seljaveginum-1

Ólafur Thorlacius, eða Óli Toll eins og hann var kallaður, var einn af frumherjunum sem tóku við því verkefni að koma á fót íslenskri sjókortagerð þegar Danir, sem séð höfðu um sjókortagerðina, afhentu Íslendingum verkefnið á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lést 27. júlí síðastlinn.

Bát hvolfdi í Hvalfirði

LHorganICG_160

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, lögregla, áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld í kjölfar þess að tilkynnt var um bát á hvolfi í Hvalfirði. 

Áhöfn Freyju æfði á Akureyri

AEfing-a-dekki

Æfingar leika stórt hlutverk hjá áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar. Þær eru fjölbreyttar og krefjandi og miða að því að þau sem starfa um borð séu við öllu búin ef á þarf að halda.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall djúpt norður af Vestfjörðum

8M1A0231

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst

F-35-RAF

Bresk flugsveit er væntanleg til landsins í byrjun næstu viku, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.

Rühle aðmíráll heimsótti Landhelgisgæsluna

Adm3
Aðalstarfsmannastjóri (e. Chief of Staff) í herstjórnarmiðstöð Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, þýski aðmírálinn Joachim Rühle, heimsótti Ísland í upphafi júnímánaðar.Rühle var hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins, m.a. til að ræða gistiríkjastuðning íslenskra stjórnvalda gagnvart flugsveitum og skipaflota Atlantshafsbandalagsins ásamt því að kynna sér varnartengda innviði, tækjabúnað og mannauð sem er til staðar á Íslandi. 

Áhöfn Þórs tók farþegaskip í tog

Undirbuningur

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt í vikunni æfingu með áhöfn franska farþegaskipsins Le Commandant Charcot.

Síða 1 af 7