Fréttayfirlit

Áhöfn Freyju siglir um miðin á varðskipinu Þór

Eftirlit-3

Hjá Landhelgisgæslunni eru starfandi tvær varðskipsáhafnir sem starfa um borð á varðskipunum Þór og Freyju. Að undanförnu hefur varðskipið Freyja verið í smávægilegu viðhaldi og því hefur áhöfnin á Freyju verið við störf um borð í varðskipinu Þór.

Georg Lárusson setti Skrúfudaginn

DSCF9486

Georg Kr. Lárusson, sett hinn árlega Skrúfudag Tækniskólans sem haldinn var hátíðlegur um helgina.

Sjóliðsforingjaefni frá Úkraínu fá þjálfun um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar

IMG_5252

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Sjóliðsforingjaefnin hafa undanfarið verið um borð í varðskipum Gæslunnar þar sem þeir hafa fengið verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, m.a. leit og björgun.

TF-LIF í lögð af stað í sína síðustu ferð

LIF-a-palli

Björgunarþyrlan TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn í morgun. Þyrlunni var ekið norður á Akureyri og verður til sýnis á Flugsafninu þegar fram líða stundir. Þyrlan var seld í fyrra en kaupandinn eftirlét öldungaráði Landhelgisgæslunnar og Flugsafninu skrokk þyrlunnar svo hægt væri að varðveita þessa sögufrægu björgunarþyrlu.

Þyrluáhafnir á Akureyri eftir æfingu

Ahafnir_1709821643354

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhafnir þeirra voru samtímis á Akureyri í morgun vegna æfinga. Þyrlusveitin heldur nær daglegar æfingar en þyrlurnar eru sjaldnast á sama stað og á sama tíma, utan Reykjavíkur.

Mikilvægt að geta brugðið sér í ólík hlutverk á æfingum

IMG_5250

Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar. Allir hafa sitt hlutverk og kunna réttu handtökin. Þá er einnig mikilvæg að geta skipt um hlutverk ef svo ber undir.

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts fjórtánda árið í röð

Holmar-Lara-Hreggvid-Johann-Onni-Magnus-Orn

Þetta er fjórtánda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.

Æft í blíðunni

Image00002_1708960664604

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfði við Skriðutinda og Hagafellsjökul Eystri í blíðskaparveðri á dögunum.

Æfing Freyju og þyrlusveitar

DJI_20240217110133_0221_D

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna stunda reglulegar sjóbjörgunaræfingar allt árið um kring. Ein slík æfing fór fram á dögunum og meðfylgjandi myndband gefur áhugaverða innsýn inn í hlutverk áhafna varðskipanna á slíkri æfingu. 

Áhöfnin á TF-SIF heldur til Spánar

Holmar-Lara-Hreggvid-Johann-Onni-Magnus-Orn

Áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF hélt af landi brott á föstudag og verður við gæslu á ytri landamærum Evrópu næstu vikur á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Vélin verður gerð út frá Malaga á Spáni að þessu sinni.

Þyrlusveit flaug með vísindamenn að gosinu

20240208_072110

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn að gosstöðvunum norðaust­an við Sýl­ing­ar­fell til að meta umfang gossins sem hófst þar í morgun. Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Jón Árni nýr aðalvarðstjóri

Jon-Arni-Arnason-og-Bjorgolfur-Ingason

Aðalvarðstjóraskipti urðu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um mánaðamótin. Jón Árni Árnason er nýr aðalvarðstjóri og tekur við stöðunni af Björgólfi Ingasyni sem hverfur til annarra starfa innan Landhelgisgæslunnar.

Þyrlusveitin annaðist útkall við afar krefjandi aðstæður

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Vegna veðurs þurfti áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, að beita töluverðri útsjónarsemi í fluginu.

Lóa bangsi tók þátt í eftirliti þyrlusveitar

422590712_907167624056837_8789580072497308534_n

Sex ára dóttir eins þyrluflugstjórans okkar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær.

Í skólanum var bangsastund og hún þurfti að velja á milli bangsanna Manna og Lóu um hvort þeirra fengi að fara með henni. Hún gat ómögulega gert upp á milli þeirra . 

Þyrlusveit flutti raflínur yfir hraun

_GSF1169-Copy

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og starfsfólk Landsnets fluttu rafmagnslínu yfir hraunbreiðuna með þyrlu LHG við Grindavík í gær. Verkefnið gekk sérlega vel og í kjölfarið tók við tengivinna við hjá HS Veitum og Landsneti.

Viðbragð vegna hamfara í Grindavík

_90A8538-Enhanced-NR

Óskað var eftir því að áhöfnin á varðskipinu Þór héldi í átt til Grindavíkur snemma í morgun þegar jarðhræringarnar norður af Grindavík hófust. Dróni varðskipsins hefur meðal annars verið notaður til að meta aðstæður í bænum og í nágrenni hans og komið upplýsingum til samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð.

Síða 1 af 7