Fréttayfirlit

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast

201019-F-QP712-0159

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst í vikunni með komu flugsveitar portúgalska flughersins hingað til lands. Þetta er í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi en síðast annaðist portúgalski flugherinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir áratug. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um 85 liðsmenn sem hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Fullkominn búnaður Freyju nýttur til að sleppa öldumælisdufli á Grímseyjarsundi

Image00004_1642163343841

Undanfarna daga hefur áhöfnin á varðskipinu Freyju annast eftirlit með lögsögunni. Í vikunni var öldumælisdufl á vegum siglingasviðs Vegagerðarinnar lagt á Grímseyjarsundi. Varðskipið Freyja er vel búið krönum og við aðgerðina voru brautarkranar skipsins notaðir sem og sleppikrumlur krananna til að koma duflinu og legufærinu fyrir í sjónum.

Eingöngu konur í brúnni

DSC06028

Á dögunum urðu þau tímamót hjá Landhelgisgæslu Íslands að vaktin í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var eingöngu skipuð konum. Þær Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir vöktuðu landið og miðin af einstakri röggsemi.

Straumlausum sendi á Straumnesfjalli komið aftur í gang

TF-GRO-a-Straumnesfjalli

Í æfingarflugi áhafnarinnar á TF-GRO í morgun var flogið vestur að Straumnesfjalli. Þar var svokallaður AIS sendir, sem sendir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mikilvægar upplýsingar um staðsetningu skipa í Ísafjarðardjúpi og út af Vestfjörðum, orðinn óvirkur vegna straumleysis. Olíu var dælt á rafstöðina og sendirinn fór aftur af stað.

Úthald Baldurs óvenju langt árið 2021

Baldur-og-Dynjandi-sep21-Large-

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var gert út til dýptarmælinga vegna sjókortagerðar frá 10. maí til 6. október og var úthaldið því óvenju langt þetta árið.

Vindmylla felld í Þykkvabæ

BA5B481CF8D532F35381DA707CF0B090FB063A8C091FFF0C60CE2FD04CE672E9_713x0

Óhætt er að segja að allra augu hafi verið á séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar þegar sveitin felld vindmyllu í Þykkvabæ í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Vísi.is en fyrirfram var viðbúið að nokkrar sprengingar þyrfti til að fella mylluna. Þær urðu eilítið fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir og að lokum félll vindmyllan í sjöttu sprenginu.

Annasamt og eftirminnilegt ár að baki

TF-EIR-gosid

Árið 2021 verður lengi í minnum haft hjá Landhelgisgæslunni. Varðskipið Freyja bættist í flotann og Týr fór í sína síðustu ferð. Bygging nýs flugskýlis hófst og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 265 útköllum.

Þrjú útköll á sólarhring

TF-GNA-1_1628172909512

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur undanfarinn sólarhring sinnt þremur útköllum.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðnætti vegna slyss um borð í grænlenskum togara sem staddur var um 160 sjómílur vestur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipverji um borð í skipinu væri með áverka á hendi eftir að hafa klemmst og var áhöfnin á TF-GRO kölluð út. 

Sigurður Ásgrímsson lætur af störfum

IMG_9161

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, fagnaði sjötugsafmæli fyrr í mánuðinum og lætur af störfum nú um áramótin eftir rúmlega þrjátíu ára farsælt starf hjá Gæslunni. Sigurður er fæddur á Siglufirði þann 3. desember 1951 og ólst þar upp hjá foreldrum föður síns en síðan hjá föðurbróður sínum og konu hans. 

Viðbúnaður vegna gruns um mengun

Flekkur

Landhelgisgæslan stöðvaði för erlends flutningaskips sem var á leið til hafnar í Reykjavík í gærmorgun í kjölfar þess að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun frá EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu, sem gaf til kynna að mengun kynni að stafa frá skipinu. Viðvörunin var byggð á gervitunglamynd.

Litlu jólin í Freyju

263316532_662970061750887_8693074423996557043_n

Um helgina kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt hið árlega jólabingó og litlujól. Áhöfnin hefur í fjölmörg ár staðið fyrir viðburðinum um borð í Tý en nú hefur hefðin verið flutt yfir á varðskipið Freyju.

Freyja og Francisca komnar til hafnar

Image00010_1638186480500

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöld. Þetta fyrsta verkefni varðskipsins gekk afar vel og voru skipin komin til hafnar fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.

Fyrsta verkefni Freyju

Image00035

Varðskipið Freyja er nú með flutningaskipið Francisca í togi áleiðis til Akureyrar. Þetta er fyrsta verkefni varðskipsins Freyju sem hélt í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni en skipið kom til landsins þann 6. nóvember. Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem mun draga skipið til Akureyrar. Skipin lögðu af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og er áætlað að þau verði komin til Akureyrar á aðfaranótt mánudags.

Nýir þjálfarar útskrifaðir

Thjalfarar

Á dögunum luku fjórir hásetar á varðskipum Landhelgisgæslunnar þjálfaranámskeiði í víkingaþreki hjá íþróttafélaginu Mjölni. Þetta eru þeir Bergþór Lund, Gísli Freyr Njálsson, Jón Kristján Jónsson og Valur Heiðar Einarsson. Námskeiðið fór fram undir styrkri handleiðslu Böðvars Tandra Reynissonar, yfirþjálfa og íþróttastjóra Mjölnis.

Fyrsta ferð Freyju

Freyja-Reykjavik

Varðskipið Freyja lagði af stað í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslandsmið í kvöld. Undanfarna daga hefur áhöfn skipsins, tæknifólk og aðrir sérfræðingar verið í óða önn að undirbúa skipið fyrir löggæslu-, eftirlits- og björgunarstörf. 

Síða 1 af 7