Fréttayfirlit

Varðskipið Týr kallað út til að auka viðbragðsgetu á hafinu

Vardskipid-Tyr-i-Reykjavik-2020

Varðskipið Týr lætur úr höfn í Reykjavík um kvöldmatarleytið en áhöfn skipsins var kölluð út í morgun til að auka viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar á hafinu þar sem engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk vegna verkfalls flugvirkja.

Síðasta ferð Halldórs

IMG_4105_1605870518152

Halldór Nellett hóf í gær lokaferð sína sem skipherra á varðskipinu Þór þegar skipið lét úr höfn í Reykjavík. Þegar varðskipin Þór og Týr mættust á ytri höfninni þeytti áhöfnin á Tý flautuna Halldóri til heiðurs. Ferill Halldórs hjá Landhelgisgæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár.

Fiskibátur strandaði í Tálknafirði

YD9A0949

Lítill fiskibátur strandaði í sunnanverðum Tálknafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Einn var um borð í bátnum og gerði hann stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðvart um strandið. Aðrir fiskibátar komu fljótt að þeim strandaða og fljótlega tókst að koma honum á flot. 

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við ströndina vegna slæmrar veðurspár

Wave025_djup_swh_mwp_mwd_2020110400_042

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að stormspár eru í gildi á 16 af 17 spásvæðum Veðurstofunnar á hafinu umhverfis landið en gert er ráð fyrir mjög hvassri suðvestanátt á morgun og fram á föstudag. Á sama tíma gera ölduspár ráð fyrir mikilli ölduhæð sunnan- og vestanlands.

Þór kominn til Reykjavíkur

IMG_6551

Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík í morgun eftir tæplega þriggja vikna eftirlitsferð umhverfis landið. 

Varðskipið Þór aðstoðaði vélarvana fiskibát

IMG_6541

Áhöfnin á varðskipinu Þór aðstoðaði fiskibát með bilaða vél undan mynni Hvalfjarðar síðdegis í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um bátinn á fjórða tímanum en hann var þá staddur um fimm sjómílur suðsuðvestur af Akranesi. 

Loftrýmisgæslu lokið

201028-F-QP712-0041

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er nú lokið en orrustuþotur bandaríska flughersins eru flestar farnar af landi brott. Verkefnið gekk vel þrátt fyrir að farsóttin hefði töluverð áhrif á framkvæmdina. Strangar sóttvarnarreglur voru viðhafðar vegna komu flugsveitarinnar sem fór í tvær skimanir auk vinnusóttkvíar við komuna til landsins. 

Óvænt og viðburðarík Íslandsheimsókn flutningaskips

20201026_164300_resized

Glöggir vegfarendur á sunnanverðu Snæfellsnesi og sjófarendur í norðanverðum Faxaflóa gætu hafa orðið varir við stærðarinnar flutningaskip undan Kirkjuhól í vikunni. Skipið er engin smásmíði, ríflega 40.000 tonn, 225 metrar að lengd og ristir fjórtán og hálfan metra. 

Fjarfundur sérfræðinga ACGF settur

IMG_6455

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands setti fjögurra daga rafræna ráðstefnu og skipulagsfund Arctic Coast Guard Forum, samtaka strandgæsla á Norðurslóðum, í dag. Landhelgisgæslan fer með formennsku í ráðinu til næsta vors en undir venjulegum kringumstæðum hefði fundurinn farið fram í Reykjavík. 

Áhöfnin á Þór kölluð út vegna togbáts sem sökk í Stöðvarfirði

IMG_3018

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út ásamt slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum í gær vegna togbáts sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði. Varðskipið var þá statt á Fáskrúðsfirði og hluti áhafnarinnar hélt af stað á undan skipinu á léttbát Þórs. 

Eftirlit við Miðjarðarhaf að nóttu sem degi

TF-SIF-Malaga-2020

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sinnir nú landamæraeftirliti á vegum Frontex við Miðjarðarhaf. Áhöfnin er á vaktinni bæði að nóttu sem degi. 

Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins

IMG_8401

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en að þessu sinni er gæslan í höndum bandaríska flughersins. Aðflugsæfingar að varaflugvöllum eru hluti af verkefninu en gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

Nýir skipherrar

IMG_3648_1602855517769

Thorben Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar hjá Landhelgisgæslunni um næstu áramót. Þeir eiga sér áratuga farsælan feril hjá Gæslunni.

Samæfing varðskipa Landhelgisgæslunnar

IMG_0979

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.

Lífið um borð í Tý

117863264_1723086304509647_5718743846997340956_n

Lífið um borð í varðskipinu Tý er fjölbreytt og þar er enginn dagur eins. Áhöfnin hefur komið víða við að undanförnu og sinnt krefjandi verkefnum. Hér er búið að klippa saman nokkur myndbönd sem gefa ágæta innsýn inn í undanfarna daga á Tý.

70 ára afmæli danska flughersins fagnað á Keflavíkurflugvelli

Flugherinn1

Á dögunum blésu liðsmenn danska flughersins til kaffisamsætis í tilefni 70 ára afmælis danska flughersins. Danski flugherinn sinnir viðhaldsskoðun á þyrlu sinni í flugskýli Atlantshafsbandalagsins sem rekið er af Landhelgisgæslunni á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan óskar danska flughernum að sjálfsögðu til hamingju með árin 70.

Síða 1 af 7