Fréttayfirlit

Rühle aðmíráll heimsótti Landhelgisgæsluna

Adm3
Aðalstarfsmannastjóri (e. Chief of Staff) í herstjórnarmiðstöð Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, þýski aðmírálinn Joachim Rühle, heimsótti Ísland í upphafi júnímánaðar.Rühle var hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins, m.a. til að ræða gistiríkjastuðning íslenskra stjórnvalda gagnvart flugsveitum og skipaflota Atlantshafsbandalagsins ásamt því að kynna sér varnartengda innviði, tækjabúnað og mannauð sem er til staðar á Íslandi. 

Áhöfn Þórs tók farþegaskip í tog

Undirbuningur

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt í vikunni æfingu með áhöfn franska farþegaskipsins Le Commandant Charcot.

Dýptarmælingar í vestanverðum Húnaflóa

Mynd-nr-5

Frá því um miðjan maí hefur sjómælingabáturinn Baldur verið við dýptarmælingar með fjölgeislamæli í vestanverðum Húnaflóa en fyrir liggur að endurnýja sjókort af þessu svæði með það að leiðarljósi að auka öryggi sjófarenda enn frekar.

Fjögur útköll þyrlusveitar yfir helgina

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast fjögur útköll um helgina. Laust eftir miðnætti í gær var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð í frönsku skemmtiferðaskipi sem var statt vestur af Sandgerði.

Viðhald vita gekk vel

Sm_Vitahringur_dagur_2-14

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði á dögunum af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við starfsmenn Vegagerðarinnar. Áratugum saman hafa varðskip Landhelgisgæslunnar siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Þyrlusveitin annaðist sjúkraflug

Thyrla_1718057069353

Laust fyrir klukkan þrjú í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í íslensku fiskiskipi sem statt var um 65 sjómílur vestnorðvestur af Bjargtöngum.

Annasamur dagur

TF-EIR_1717592142398

Dagurinn hefur verið annasamur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur þrívegis verið kölluð út, það sem af er degi.

Þór kom súrálsskipi til aðstoðar

IMG_5654

Áhöfnin á varðskipinu Þór gerði ráð fyrir að verja sjómannadeginum á Dalvík en störf Landhelgisgæslunnar eru þannig að áætlanir breytast hratt.

Leitað að vélstjóra um borð í Freyju

TOR03346


Landhelgisgæslan leitar að öflugum og jákvæðum vélstjórnarmenntuðum einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfileika til að leysa af á varðskipinu Freyju sem gert er út frá Siglufirði. Um er að ræða tímabilið 1. júlí til 31. september.

Vinnuhópur norrænna sjókortasérfræðinga gekk vel

20240514_143418

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild LHG hélt á dögunum fund vinnuhóps norrænna sjókortagerðarsérfræðinga, Nordic Chart Production Expert Group (NCPEG).

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Image00006_1715832871822

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist sjúkraflug langt á haf út

Image00007_1715699455279

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni læknis um borð í skemmtiferðaskipi sem var statt við austurströnd Grænlands vegna bráðra veikinda eins farþegans um borð.

Skipt um dráttarvír á Þór

_S4I7186

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór og Freyja, hafa öfluga dráttargetu til að geta brugðist við ef skip, stór sem smá, lenda í vandræðum á hafsvæðinu umhverfis landið. Dráttarvírinn leikur þar lykilhlutverk og áhöfn varðskipanna þurfa að tryggja að hann sé í góðu standi ef á þarf að halda.

140 manns tóku þátt vel heppnaðri flugslysaæfingu á Höfn

5D4B7829

Viðbragðsaðilar landsins tóku þátt í fjölmennri flugslysaæfingu sem haldin var á Höfn í Hornafirði um helgina. Alls tóku um 140 manns þátt í æfingunni, þar af 20 leikarar. Æfingin gekk afar vel og reyndi á samvinnu og samhæfingu þeirra sem að verkefninu komu.

Annríki í stjórnstöð og mörg útköll á sjó

TF-GRO-sjukrabill-Reykjavikurflugvollur-rampur

Töluvert annríki hefur verið í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að sækja sjómann sem slasaðist á hendi við störf sín um borð í fiskiskipi sem var á veiðum út af Vestfjörðum. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 8:30 og var komin að skipinu klukkustund síðar. Þá var skipið um 20 sjómílur vestur af Sauðanesi.

Vel gekk að dæla sjó úr Gretti sterka

Image00009_1715002931273

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum á föstudagskvöld kvöld. Fimm voru um borð í dráttarbátnum.

Síða 1 af 7