Fréttayfirlit

5 tonn af rusli flutt með Þór

Image_67204353

Um helgina tók áhöfnin varðskipinu Þór þátt árlega hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni Hornstrandir.

Þjálfun í Frakklandi

Image00002_1656422278209

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun. Hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi til að viðhalda hæfni sinni til að sinna leitar- og björgunarflugi.

Byggingarefni flutt með Þór í Grímsey

Timburfraendi

Sóknarnefnd Miðgarðakirkju hafði samband við Landhelgisgæsluna fyrr á árinu og vildi kanna hvort mögulegt væri að flytja byggingarefni með varðskipinu Þór frá Reykjavík vegna framkvæmda á nýrri kirkju í Grímsey í stað þeirrar sem brann fyrir tæpu ári.

Annasöm helgi að baki

Gaesavotn

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti þremur útköllum um helgina. Á föstudagskvöld voru erlendir ferðamenn sóttir í Gæsavatnsskála norðan Vatnajökuls. Annar ferðamannanna hafði fallið í á og var orðinn blautur og hrakinn. Læknirinn í áhöfn þyrlunnar tók annan ferðamanninn á hestbak og bar hann um borð í þyrluna. Ferðamennirnir voru fluttir til Reykjavíkur.

Mikil áhersla á umhverfismál

DSC00633

Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál innan Landhelgisgæslu Íslands á undanförnum árum. Einn liður í þeirri vegferð var uppsetning veglegra rafhleðslustöðva á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

TF-LIF kvödd

Image00001_1655806814268

Hin fornfræga TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn á dögunum. Þyrlan hefur ekki verið í rekstri Landhelgisgæslunnar frá árinu 2020 en á undanförnum árum hefur þyrlufloti stofnunarinnar verið endurnýjaður með nýrri gerð þyrlna.

Gildey heimsótti Gæsluna

Gildey1

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Michael M. Gilday, æðsta embættismanni bandaríska flotans, í Skógarhlíð í gær. Gildey kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsótti meðal annars stjórnstöð Gæslunnar og flugdeild. Þá fór hann í æfingar og eftirlitsflug með þyrlusveit stofnunarinnar. 

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Hopmynd_1655119344679

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmenni lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur þar sem gestum bauðst að sigla með varðskipinu Þór. Venju samkvæmt sýndi þyrlusveitin hvernig björgun úr sjó er framkvæmd í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og í höfninni á Akranesi.

Flugskýli rís á Reykjavíkurflugvelli

Sperra-flugskyli

Mikil eftirvænting ríkti við flugskýli Landhelgisgæslunnar í morgun þegar fyrsta sperra nýs flugskýlis var reist. Framkvæmdir við flugskýlið hófust fyrr í vetur.

Kafað að El Grillo

El-Grilo-verkefni-2022-133-

Í lok síðasta mánaðar vann áhöfnin á varðskipinu Freyju ásamt köfurum Landhelgisgæslunnar að því að stöðva leka sem kominn var úr tveimur opum á tönkum olíuskipsins El Grillo. Steypt var í tankana en ekki var um sömu op að ræða og steypt var í fyrir um tveimur árum.

Annir um hvítasunnuhelgina

TF-GRO_1654596648617

Nokkuð var um annir hjá Landhelgisgæslunni um hvítasunnuhelgina. Þyrlusveit stofnunarinnar var til að mynda kölluð fimm sinnum út.

HUET þjálfun í Rotterdam

Allar þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar verða að gangast með reglulegu millibili undir svokallaða HUET-þjálfun og á það jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Markmiðið er að allir um borð séu undir það búnir að geta komist úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni.

Yfirmenn norsku strandgæslunnar í heimsókn

Nordmenn

Yfirmenn norsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum og kynntu sér starfsemi, verkefni og tækjakost stofnunarinnar.

Þyrlan sótti konu sem féll fram af klettum í Eyjum

Utkall-Vestmannaeyjar

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út um hádegisbil í dag vegna franskrar ferðakonu sem féll fram af klettabrún á Heimaey. Konan féll um 15 metra og valt þar að auki aðra 15-20 metra niður snarbratta hlíð. 

Aðflugsæfingar vegna loftrýmisgæslu

Italy-Iceland-F-35-5

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hér á landi hefur staðið yfir undanfarinn mánuð. Um þessar mundir fara fram áhafnaskipti flughersins og því gera ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 26. til 31. maí.

Eyþór útskrifast frá US COAST GUARD ACADEMY

IMG_6420

Eyþór Óskarsson stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í Stjórnun (e. Management) við US Coast Guard Academy. US Coast Guard Academy er háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar sem útskrifar verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum og er staðsettur í New London í Connecticut fylki.

Síða 1 af 7