Fréttayfirlit: mars 2011 (Síða 2)

Sprengjusveit eyðir oddi flugskeytis sem barst í veiðarfæri

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá lögreglunni á Ísafirði vegna torkennilegs hlutar sem barst í veiðarfæri togarans Júlíusar Geirmundssonar sem kominn var að bryggju á Ísafirði. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar fór á Ísafjörð og eyddi hlutnum sem reyndist vera oddur flugskeytis.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir skipverja sem féll útbyrðis

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:39 í morgun beiðni um aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna skipverja sem féll útbyrðis af dragnótabát sem var við veiðar í Meðallandsbugt út af Skaftafellsfjöru eða um 2,5 sml frá landi.

Samkomulag undirritað við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum

Isavia_undirsksamn2

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ISAVIA hafa undirritað samkomulag við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum, MRCC Tórshavn, varðandi fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipti. 

Varðskip leitar að stálpramma sem skipum og bátum stafar hætta af

TYR_Akureyri44

Varðskip Landhelgisgæslunnar leitar nú að stálpramma um 15 sjómílur SV-af Malarrifi sem skipum og bátum stafar hætta af. Tilkynning um prammann barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá fiskiskipi sem statt var á svæðinu. 

Frontex - Landamærastofnun EU óskar eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar

01052010IMGP0754

Starfsmönnum Landhelgisgæslunnar barst í dag bréf frá Georg Kr. Lárussyni forstjóra varðandi fyrirspurn sem barst í gær frá Frontex - Landamærastofnun EU. Bréfið er svohljóðandi.

Sameiginlegu atvinnukafaranámskeiði lokið

IMG_2521

Fjórtán atvinnukafarar útskrifuðust síðastliðinn föstudag af sameiginlegu námskeiði Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Mikil ánægja var með hópinn sem sýndi miklar framfarir á krefjandi vikum námskeiðisins.

Síða 2 af 2