Jólakveðja frá áhöfninni á Freyju

Síðustu helgina í nóvember kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.

  • 412538436_269815016105286_2108859910827022218_n

22.12.2023 Kl: 10:02

Kveðja frá áhöfninni á varðskipinu Freyju:

Kæru vinir og velunnarar.

Síðustu helgina í nóvember kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó. Áhöfnin hefur í nokkur undanfarin ár staðið fyrir viðburðinum um borð í þeim varðskipum sem hún hefur siglt á. En ef að líkum lætur var þetta síðasta heila ferð Freyju á þessu ári.

Dagurinn var með hefðbundnu sniði til að byrja með, þ.e.a.s. okkar sniði. Framan af degi var skipið til taks utan við Grindavík, en um eftirmiðdaginn var skipið leyst undan þeim skyldum og hélt til annarra starfa. Þegar kvölda tók klæddi áhöfnin sig upp í Jólapeysu fötin og mætti til kvöldverðar eða sérstaks jólahlaðborðs þar sem allir hjálpuðust að við að létta Rannveigu bryta lífið enda er þetta samvinnuverkefni áhafnarinnar og allir hafa hlutverk stór og smá. Borðin, sem eru af stærri gerðinni, svignuðu undan jólakræsingunum allskonar. Til að gera svona stóran dag að veruleika þurfa allir að hjálpast að við undirbúning og frágang og þá er unnið sem ein heild.

Á níunda tímanum hófst svo hið árlega jólabingó og fóru hinar ýmsu kynjaverur að mæta í borðsalinn upp úr klukkan átta. Spilaðar voru 12 umferðir og bingóstjórarnir fóru á kostum með ýmiskonar gamanmál og úr varð hin besta skemmtun. Veglegir vinningar voru í boði, sem okkur bárust úr ýmsum áttum. Við kunnum velunnurum okkar, fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu okkur til þessa glæsilegu vinninga, hinar bestu þakkir fyrir. 

Varðskipið Freyja er komið til heimahafnar sinnar á Siglufirði. Áhöfnin sinnir nú ýmsum störfum um borð, ásamt því að vera á bakvakt yfir hátíðarnar. 

Áhöfnin á varðskipinu Freyju þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða og sendir landsmönnum öllum, fjölskyldum, samstarfsfélögum og vinum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

387530860_6965363656913863_1744992887066368089_nFreyja er komin í jólabúninginn. 

412169568_904067534587059_1534263978380597204_n-1-Litlu jólin fóru fram venju samkvæmt um borð í varðskipinu Freyju. 

405081814_906050524186304_7591675189153515038_nÁhöfnin á varðskipinu Freyju. 

412309506_920377939509417_4751079716045638855_n-1-Bingótölurnar lesnar upp.