Nýr léttbátur um borð í varðskipinu Ægi

  • Nýr léttbátur í Ægi sumar 2007

Fimmtudagur 14. júní 2007.
Varðskipið Ægir hefur nú fengið nýjan slöngubát og eru því samtals fimm léttbátar um borð í skipinu.

Að sögn Guðmundar St. Valdimarssonar bátsmanns á varðskipinu Ægi er báturinn af gerðinni Quick Silver MK IV HD. Báturinn er jafn stór bát sem fyrir er en það er Zodiac MK IV HD. Eftir þessa viðbót eru því fimm léttbátar á Ægi eða:

Springer MP-800 harðbotna bátur.

Valiant DR-570 harðbotna bátur.

Zodiac MK-III slöngubátur.

Zodiac MK-IV HD slöngubátur.

Quick Silver MK-IV HD slöngubátur.

Myndirnar tók Guðmundur þegar verið var að prófa bátinn í fyrsta skipti og bera hann saman við þann sem fyrir er.

 

Nýr léttbátur í Ægi sumar 2007
Sævar M. Magnússon háseti í bátnum á leið fram hjá Ægi.

Nýr léttbátur í Ægi sumar 2007
Sævar M. Magnússon háseti í bátnum .

Nýr léttbátur í Ægi sumar 2007
Hinrik Haraldsson háseti á Zodiac bátnum (svarti) og Sævar M. Magnússon háseti á Quick Silver (rauða).

Nýr léttbátur í Ægi sumar 2007