Nýtt björgunarskýli á Látrum

  • Sif aðstoðar við flutning timburs í björgunarskýli í Látrum

Þriðjudagur 26. júní 2007.

Á heimasíðu Grenivíkur er sagt frá byggingu nýs björgunarskýlis á Látrum en áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar aðstoðaði við að flytja timbur á byggingarstaðinn 23. júní sl. eins og meðfylgjandi myndir sýna. Hreggviður Símonarson stýrimaður í áhöfn þyrlunnar tók myndirnar.

Sagt er frá þessu og fleira á heimasíðu Grenivíkur http://grenivik.is/

og heimasíðu Ferðafélagsins Fjörðungs http://fjordungar.com/

Sif aðstoðar við flutning timburs í björgunarskýli í Látrum
Sif að flytja timburpakka.

Sif aðstoðar við flutning timburs í björgunarskýli í Látrum
Ferjan Sæfari í Hrísey tók efnið á Grenivík og flutti það út að Látrum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, Sif, kom síðan frá flugdeginum á Akureyri og kippti því úr ferjunni í land.

 

Sif aðstoðar við flutning timburs í björgunarskýli í Látrum

Þarna er Sif að koma með þriðja timburpakkann á byggingarstað. Úr þessu á að byggja veglegt bjálkahús.