Landhelgisgæslan sá um flugeldasýningu og öryggiseftirlit á sjó á menningarnótt

  • Týr á menningarnótt 2007

Mánudagur 20. ágúst 2007.

Mikill erill var um helgina hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan stjórnaði öryggismálum á sjó vegna menningarnætur og sá um flugeldasýningu í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Landhelgisgæslan tók þátt í uppsetningu og framkvæmd flugeldasýningar á menningarnótt. Varðskipið Týr var úti fyrir Reykjavíkurhöfn og þaðan var fjölda flugelda skotið og flugeldasýningu stýrt.

Áhöfn varðskipsins Týs og ýmsir aðrir starfsmenn stofnunarinnar stjórnuðu öryggismálum á sjó í kringum menningarnótt og sáu um flugeldasýninguna sjálfa í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila. Höfð voru afskipti af áhöfnum nokkurra skemmtibáta í samstarfi við lögreglu og var skipstjóri eins þeirra kærður fyrir ölvun við stjórn bátsins.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Ægi var á göngu úti á Granda um kvöldið og náði þessum flottu myndum af Tý og flugeldasýningunni. Myndirnar tala sínu máli.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Týr á menningarnótt 2007

 

Týr á menningarnótt 2007

Týr á menningarnótt 2007

Týr á menningarnótt 2007