Fékk tundurdufl í dragnót
Miðvikudagur 19. september 2007
Skipstjóri dragnótarbátsins Sigga Bjarna GK 5 hafði samband við Vaktstöð siglinga og tilkynnti um sprengju í dragnótinni. Sprengjusérfræðingur LHG var kallaður til og eftir að hafa rætt við skipstjórann vaknaði grunur um að um tundurdufl væri að ræða. Báturinn snéri til Keflavíkur og þar tóku sprengjusérfræðingar LHG á móti bátnum. Duflið reyndist vera breskt seguldufl frá seinni heimsstyrjöldinni. Duflið var gert óvirkt um borð í bátnum og svo flutt á land þar sem hleðslan var brennd. Dufl af þessu tagi eru hættuleg og mikilvægt er að skipstjórnarmenn hafi samband við Sprengjudeild LHG / Vaktstöð siglinga ef dufl eða aðrir torkennilegir hlutir koma í veiðarfæri.
Segulduflið komið á land
Hleðslan úr duflinu, 110 kg af TNT sprengiefni
24.09.2007 SRS