Nýr upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslu Íslands

  • Sigríður Ragna_Upplýsingafulltrúi

Sigríður Ragna Sverrisdóttir landfræðingur hjá Sjómælingum Íslands hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tímabundið til áramóta. Hún leysir af hólmi Dagmar Sigurðardóttur lögfræðing Landhelgisgæslunnar sem sinnt hefur starfi upplýsingafulltrúa meðfram starfi lögfræðings stofnunarinnar í nokkur ár.

Sigríður Ragna starfar hjá Sjómælingum Íslands við sjókortagerð og fleira. Auk BS prófs í landafræði hefur hún menntun á sviði markaðs- og útflutningsfræða. Þá hefur Sigríður Ragna talsverða reynslu af siglingum víða um heim.

Dagmar sem nú lætur af störfum upplýsingafulltrúa mun eftir sem áður sinna starfi lögfræðings Landhelgisgæslunnar.

Sigríður Ragna_Upplýsingafulltrúi

Netfang Sigríðar Rögnu er sigridur@lhg.is

26.09.2007 Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri