Herdeild 330 frá Konunglega norska flughernum heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar.

  • Sea_King_Isafj.flugv.0410_2007

Fimmtudagur 4. október 2007

Herdeild 330 kom til Íslands á þriðjudaginn s.l. á einni af Sea King þyrlu deildarinnar og mun verða við æfingar með flugdeild Landhelgisgæslu Íslands næstu daga, m.a. á Ísafirði í dag. Áætlað er að herdeildin muni hafa viðkomu á Akureyri n.k. mánudag og muni síðar hverfa aftur til Noregs á þriðjudag.

Sea King_þyrla_Squadron 330_ahofn
Sea King þyrla Sqadron 330 ásamt áhöfn í flugskýli Landhelgisgæslunnar
Mynd: Vebjörn Korlsen

Upprunaleg herdeild 330 var norsk og var stofnuð sem herdeild í Konunglega breska flughernum (Royal Air Force) í Bretlandi í apríl 1941 . Deildin byrjaði að starfa á Íslandi í september sama ár og var Njörður Snæhólm einn af stofnendum hennar. Herdeildin starfaði á Íslandi frá Reykjavík, Reyðarfirði og Akureyri.

Verkefni herdeildarinnar var að leita að kafbátum og fylgja lestum flutningaskipa yfir hafið. Hún byrjaði með 24 Northrop N-3PB sjóflugvélar sem Noregur hafði haft í pöntun frá því fyrir apríl 1941. Til þess að fylla í skarð þeirra véla sem töpuðust var bætt við Catalína sjóvélum í staðin. Alls töpuðust 12 Northrop vélar í stríðinu og með þeim 21 manns.

Northrop N-3PB
Þessi mynd var tekin er Northrop N-3PB sem var til sýnis í Reykjavík eftir af hafa verið gerð upp í Bandaríkjunum. Vélin var hluti af norsku flugsveitinni. Hún nauðlenti á Þjórsá 21. apríl 1943, á leið frá Búðareyri til Reykjavíkur. Í lendingunni skemmdist vélin og sökk, en áhöfn hennar, 2 menn, björguðust í land. Í nóvember 1979 var flak hennar tekið úr ánni og 10. nóvember 1980 lauk viðgerð á henni. Þessi flugvél er eina heila eintakið af þessari tegundar í heiminum og er nú til sýnis í Osló í Noregi. Á leið hennar þangað var hún sýnd í Reykjvík. Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson

Sqadron330_minnisv_isl   Sqadron330_minnisv_norsk
Minnisvarða um herdeild 330 er að finna í Nauthólsvík

Árið 1943 flutti herdeildin til Oban í Skotlandi og síðar sama ár til Hjaltlandseyja þar sem deildin notaði 13 Short Sunderland sjóvélar. Herdeildin var endurvakin í konunglega norska hernum (RnoAF) eftir seinni heimstyrjöldina og hélt þá sínu upprunalega herdeildarnúmeri frá RAF (Royal Air Force) eða 330. Síðan árið 1973 var hún aftur endurvakin, aðalega með Sea King þyrlum og hennar meginhlutverk er leit og björgun (SAR). Deildin notar 8 Sea King þyrlur og eru aðalstarfsstöðvar deildarinnar í Bodo, Banak, Örland og Stavanger-Sola.

Árið 2002 fannst svo, við sjómælingar á vegum sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar, ein véla 330 herdeildarinnar á hafsbotni.  Á mynd af fjölgeislamælingunni má greinilega sjá lögun vélarinnar.

northrop_fjolgeislamaeling_sjomael_isl
Northrop N-3PB frá 330 herdeildinni sem fannst með fjölgeislamæli
Landhelgisgæslunnar í ágúst 2002


Sea_King_Isafj.flugv.0410_2007_2
Sea King þyrla Squadron 330 og áhöfn á Ísafjarðarflugvelli