Landhelgisgæslan skoðar aðstæður á Jan Mayen

  • LHG til Jan Mayen

Fimmtudagur 4. október 2007

Í gær fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar til Jan Mayen til þess að skoða aðstæður þar og kynna sér búnað á staðnum. Einnig til að koma á tengslum og samstarfi milli Landhelgisgæslunnar og stöðvarinnar á Jan Mayen. Með í för var forstjóri Gæslunnar Gerorg Lárusson ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar sem flestir starfa í flugdeild.

Jan Mayen er eldfjalla eyja undir norskri stjórn sem er 950 km vestur af Noregi og 600 km norður af Íslandi. Þar starfa nú 18 manns sem sjá um að reka veðurathugunar-stöð, Loran stöð og viðhalda innri starfsemi eyjunnar (flugbraut, vegir o.s. frv.). Virkt eldfjall Beenberg (2277m), er á eyjunni sem síðast gaus árið 1985.

Flogið var til Jan Mayen á F-27 vél Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsmenn sér allar aðstæður til aðflugs og brottflugs fyrir F-27 flugvél og þyrlur stofnunarinnar. Einnig voru athugaðir möguleikar á eldsneytistöku á staðnum. Tilgangurinn er að geta notað Jan Mayen til millilendingar og eldsneytistöku í neyð við leit- og eða björgun.

LHG til Jan Mayen
Hópurinn fyrir framan aðalstöðvarnar.

LHG til Jan Mayen 2
Hópurinn fyrir framan F-27 vél Landhelgisgæslunnar á flugvellinum.

LHG til Jan Mayen 3
Jón Erlendsson flugvirki/spilmaður og Age Leif stöðvarstjóri (stationsjef) við eldsneytisdæluna á flugvellinum.

Ferðin þótti takast í alla staði vel og tóku Jan Mayen-búar einstaklega vel á móti starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.