Smíði nýs varðskips hafin í Chile

  • Nytt_vardskip_stal_skorid

Miðvikudagur 24. október 2007
Smíði nýs varðskips hófst, í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile, þann 16. október síðastliðinn. Skipið hefur fengið nýsmíðanúmer 106. Byrjað var að skera til stál í fyrsta hluta skipsins sem hafist verður handa við að smíða á næstu dögum. Skipið verður smíðað í samtals 40 einingum. Áætlað er að fyrsti hluti skipsins verði settur í sjósetningarbraut (kjöllagning) um miðjan febrúar 2008 og að skipið verði afhent Landhelgisgæslunni í lok september 2009. Varðskipið verður 93,65 metrar að lengd og 16 metrar að breidd. Í því verða 2, Bergen diesel 4500 Kw aðalvélar. Ganghraði skipsins verður 19,5 sjómílur á klukkustund og togkraftur þess um 100 tonn.

Nytt_vardskip_stal_skorid2

Nytt_vardskip_stal_skorid
Myndir: LHG

SRS 27.10.2007