Útkall - þyrluna strax

  • Utkall_Ottar_bok

Föstudagur 16.nóvember 2007

Út er komin bók Óttars Sveinssonar - Útkall þyrluna strax. Að því tilefni heimsóttu Ulf M. Berthelsen skipherra og Chano Lyng vélavörður á danska varðskipinu Triton Landhelgisgæsluna. Chano var einn sjö manna sem bjargað var af þyrlu Landhelgisgæslunnar í hörmulegu slysi sem varð er gúmbát með átta mönnum úr áhöfn Triton hvolfdi í briminu við Hvalsnesfjöru eftir strand Wilson Muuga. Einn maður, Jan Nordskov Larsen fórst í slysinu. Á móti gestunum tók Georg Lárusson, forstjóri, áhöfn þyrlunnar og starfsmenn Vaktstöðvar siglinga, frá þessum örlagaríka degi og þeir sem að aðgerðinni komu að öðru leiti.

Utkall_Ottar0001
Frá vinstri: Björn Brekkan flugstjóri, Ulf M. Berthelsen skipherra,
Chano Lyng vélavörðu og Georg Lárusson forstjóri LHG

Utkall_Ottar_bok0001_1
Georg Lárusson og Ulf M. Berthelsen ávörpuðu hópinn.

SRS 16.11.2007