Flutningaskipið Axel heldur til hafnar á Fáskrúðsfirði
Þriðjudagur 27. nóvember 2007 – uppfært kl. 14:00
Eftir samráð Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, flokkunarfélags skipsins ásamt skipstjóra þess og útgerð hefur verið ákveðið að flutningaskipið Axel sem skemmdist er það strandaði við Hornafjarðarós í morgun, haldi til hafnar á Fáskrúðsfirði. Þar verður skipið skoðað og lagt mat á skemmdir og sjóhæfi skipsins. Axel siglir nú, undir eigin vélarafli en í fylgd varðskips og eru skipin væntanleg til Fáskrúðsfjarðar um klukkan 17:oo
SRS 27.11.2007 kl.14:00