Áhöfn Vs. Ægis og varð- og stýrimenn úr flugdeild LHG á námskeiði hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins

  • Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur1

Fimmtudagur 6. Desember 2007

Síðastliðinn þriðjudag, 3. desember, tók áhöfn varðskipsins Ægis ásamt stýrimönnum og vaktmönnum úr flugdeild þátt í námskeiði og æfingum í fyrstu hjálp og slökkvistörfum hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS). Námskeiðið fór fram í slökkvistöðinni Tunguhálsi en verklegar æfingar á æfingasvæði SHS við Úlfarsfell, þar sem farið var yfir slökkvistörf og reykköfun við raunverulegar aðstæður. Á námskeiðinu var sérstök áhersla lögð á háls- og hryggáverka, endurlífgun og kynningu á hjartastuðtæki. Einnig var farið ýtarlega í stjórnun og eftirlit með köfunarstað og fengu námskeiðsmenn að prófa stjórnborð það sem SHS notar fyrir sína reykkafara.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á námskeiðinu

Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_hjartahnod
Gunnar Kristjánsson æfir hjartahnoð
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_hjartastudt
Hjartastuðtæki prófað. Frá vinstri: Rafn S. Sigurðsson, Sverrir Jensson,
Hafsteinn Jensson, Viðar Gíslason, Tómas Pétursson og Gunnar
Kristjánsson fylgjast með leiðbeinanda frá SHS
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_hryggbretti
Maður settur í spelku og á hryggbretti, við háls- og hryggáverka
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_slongur
Slökkvistútarnir prófaðir
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur1
Reykkafarar fylgjast með þróun brunans
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur2
Fyrsti hópur ræðst að eldinum og heldur honum í skefjum
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur3
Seinni hópur fylgist með, tilbúið að aðstoða og taka við slökkvistorfum
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_reykkofun1
Hópurinn fær leiðbeiningar um reykköfun frá leiðbeinendum SHS
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_reykkofun2
Reykkafarar ásamt aðstoðarmanni tilbúnir að fara inn
Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_kofun_stjornb
Farið yfir stjórnborð fyrir köfun

Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson

SRS 06.12. 2007