Áhöfn Vs. Ægis og varð- og stýrimenn úr flugdeild LHG á námskeiði hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins
Fimmtudagur 6. Desember 2007
Síðastliðinn þriðjudag, 3. desember, tók áhöfn varðskipsins Ægis ásamt stýrimönnum og vaktmönnum úr flugdeild þátt í námskeiði og æfingum í fyrstu hjálp og slökkvistörfum hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS). Námskeiðið fór fram í slökkvistöðinni Tunguhálsi en verklegar æfingar á æfingasvæði SHS við Úlfarsfell, þar sem farið var yfir slökkvistörf og reykköfun við raunverulegar aðstæður. Á námskeiðinu var sérstök áhersla lögð á háls- og hryggáverka, endurlífgun og kynningu á hjartastuðtæki. Einnig var farið ýtarlega í stjórnun og eftirlit með köfunarstað og fengu námskeiðsmenn að prófa stjórnborð það sem SHS notar fyrir sína reykkafara.
Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á námskeiðinu
Gunnar Kristjánsson æfir hjartahnoð
Hjartastuðtæki prófað. Frá vinstri: Rafn S. Sigurðsson, Sverrir Jensson,
Hafsteinn Jensson, Viðar Gíslason, Tómas Pétursson og Gunnar
Kristjánsson fylgjast með leiðbeinanda frá SHS
Maður settur í spelku og á hryggbretti, við háls- og hryggáverka
Slökkvistútarnir prófaðir
Reykkafarar fylgjast með þróun brunans
Fyrsti hópur ræðst að eldinum og heldur honum í skefjum
Seinni hópur fylgist með, tilbúið að aðstoða og taka við slökkvistorfum
Hópurinn fær leiðbeiningar um reykköfun frá leiðbeinendum SHS
Reykkafarar ásamt aðstoðarmanni tilbúnir að fara inn
Farið yfir stjórnborð fyrir köfun
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson
SRS 06.12. 2007