Börn af leikskólanum Austurborg heimsækja varðskipið Tý

  • Leikskolaborn_heims_Ty_28022008_3

Miðvikudagur 12. mars 2008

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Austurborg sem heimsótti varðskipið Tý fyrir nokkru. Börnin, sem hafa verið að læra um hafið og ýmislegt því tengt, höfðu sýnt starfsemi Landhelgisgæslunnar sérstakan áhuga og meðal annars kynnt sér starfsemina á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Fengu börnin að skoða varðskipið og voru þau frædd um það helsta sem fram fer um borð. Tæki og tól voru skoðuð og sýndu börnin því mikinn áhuga hvernig svo stóru skipi væri stýrt. Margar skemmtilegar spurningar vöknuðu sem skipverjar svöruðu af bestu getu.

Voru varðskipsmenn sammála um að ánægjulegt væri að taka á móti svo prúðum og áhugasömum hópi barna og voru þau kvödd með blöðrum, kexi og djúsi sem og kærum þökkum fyrir skemmtilega stund.

Leikskolaborn_heims_Ty_28022008_2
Börnin fylgjast með af áhuga í brúnni

Leikskolaborn_heims_Ty_28022008
Boðið var uppá hressingu sem var vel tekið af gestunum

Leikskolaborn_heims_Ty_28022008_3
Glæsilegur hópur

12.03.2008 SRS