Grænlenskur togari dreginn til hafnar

   Aðfararnótt fimmtudagsins 14. september sl. barst Vakstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upplýsingar um að grænlenski togarinn Kingigtok GR 9162 væri vélarvana um 400 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
   Óskað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til hafnar og hélt varðskipið Ægir þá um nóttina í áttina að skipinu.
  
Ægir kom að togaranum kl.1104 15. september, og er nú með skipið í togi á leið til Reykjavíkur, Þangað er áætlað að koma kl. 05.00 aðfaranótt sunnudagsins 17. september.
  
Kingigtok GR 9162 er 158 tonna togari gerður út frá Nuuk í Grænlandi.


(Myndir: Jón Kr. Friðgeirsson)

Jóhann Baldursson hdl.

Lögmaður/ blaðafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands