Flugsprengja fannst í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi, gerð óvirk

  • Flugsprengja_210508

Fimmtudagur 22.maí 2008

Um klukkan 14:00 í gær barst sprengjusveit Landhelgisgæslunnar boð um að sprengja hefði komið upp við gröft í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi. Eftir fyrirspurnir virtist sprengjusveitarmönnum ljóst að um væri að ræða flugvélasprengju. Fór sveitin þá tafarlaust á staðinn og hófst strax handa við að gera sprengjuna óvirka. Þar sem svæðið sem sprengjan fannst á er mjög opið, inni í miðju íbúðahverfi og barnaskóli í næsta nágrenni var útbúið skjól utan um sprengjuna með tveimur öflugum gröfuskóflum á meðan kveikibúnaðurinn var gerður óvirkur. Þá var sprengjan flutt á öruggan stað og henni eytt. Verkið þótti ganga mjög vel og þótti aðkoma allra sem að málinu komu til fyrirmyndar.

Flugsprengja_210508
Flugsprengjan sem fannst í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi
(Mynd: Sigurður Ásgrímsson)

Flugsprengja_skjol_210508
Skjól var útbúið umhverfis sprengjuna, áður en kveikibúnaðurinn var
gerður óvirkur (Mynd: Sigurður Ásgrímsson)

22.05.2008 SRS