Eftirgrennslan stendur yfir eftir kajakræðara

Miðvikudagur 11.júní 2008

Eftirgrennslan stendur yfir eftir kajakræðara, Marcus Demuth, sem lagði upp í hringsiglingu um Ísland síðastliðinn laugardag. Marcus lagði upp frá Geldinganesi í Reykjavík, með stefnu á Akranes, Mýrar og Snæfellsnes.

Ekkert hefur heyrst frá Marcusi og eru þeir sem kynnu að hafa séð til hans eða hitt, síðan síðastliðinn laugardag, beðnir að hafa samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma: 545 2100

11.06.2008 SRS