Varðskipið Ægir er 40 ára í dag

  • Vs_Aegir_2007_G_St_Vald

Fimmtudagur 12.júní 2008

Í dag eru liðin 40 ár síðan varðskipið Ægir kom til landsins. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968 og breytt í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005. Ægir átti stóran þátt í 50 og 200 mílna Þorskastríðunum og var Ægir meðal annars fyrst íslenskra varðskipa til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót. Það var þann 5. september árið 1972 þegar klippt var á togvíra bresks togara.

Búnaður skipsins hefur verið uppfærður eftir þörfum í gegnum árin auk þess sem stærra viðhald og breytingar fóru fram í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005.

Árið 1997 var sett radarkúla á turn skipsins, svínahryggur og öldubrjótur á stafn, þyrlupallur var lengdur um 5 metraog byggt var yfir neðra þilfar. Smíðaðir voru stigar utan á báðar síður skipsins. Einnig var bætt við neyðarútgöngum. 16 tonna kjölfestutanki var bætt við og 30 tonna kjölur settur undir skipið.

Árið 2001 voru gerðar breytingar á tönkum auk þess sem tvö stýri voru sett á skipið ásamt viðhaldi og smærri breytingum.

Árið 2005 var skipt um brú á skipinu og hún stækkuð, útsýnisturn færður og byggt var að radarkúlu. Vistarverur áhafnar voru endurnýjaðar. Nýtt dráttarspil var sett um borð í skipið.

Ægir þjónar Landhelgisgæslunni enn þann dag í dag með miklum sóma og sinnir fjölbreyttum og sívaxandi verkefnum Landhelgisgæslunnar.

Heimild: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður Vs. Ægi

VsAegir2_nyr
Varðskipið Ægir nýtt
(Mynd: úr myndasafni Valdimars Jónssonar loftskeytamanns)

Vs_Aegir_2007_G_St_Vald
Varðskipið Ægir, eins og það er í dag (Mynd:Guðmundur St. Valdimarsson)

12.06.2008 SRS