Starfsmenn LHG fagna afmæli Vs. Ægis

  • Aegir_sigl_Faxag_fanar_130608

Laugardagur 14.júní 2008

Í tilefni 40 ára afmælis varðskipsins Ægir fagnaði áhöfn skipsins, ásamt öðru starfsfólki Landhelgisgæslunnar og var boðið í siglingu um sundin í nágrenni Reykjavíkur, um borð í skipinu. Veðrið lék við mannskapinn og mættu starfsmenn og fjölskyldur þeirra fylktu liði. Boðið var uppá grillmat sem rann ljúflega niður í blíðunni. Þarna gafst starfsmönnum og fjölskyldum þeirra einstakt tækifæri til að kynna sér starfsemi um borð í varðskipi og koma saman um leið og fagna afmæli skipsins.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð um ferðina.

Aegir_sigl_Faxag_fanar_130608
Ægir liggur fánum skrýddur, í tilefni dagsins, við Faxagarð
(Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)
Aegir_sigl_starsfm_140608
Margt um manninn á dekkinu, í blíðunni
(Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson)
Aegir_sigl_grillv2_130608
Grillvagninn sá um ljúfar veitingar (Mynd SRS)

Aegir_sigl_grillvagn_130608
Stórir sem smáir flykktust í veitingarnar (Mynd: SRS)

Aegir_sigl_GLar_Viggo_130608
Georg Lárusson forstjóri og Viggó M. Sigurðsson stýrimaður við stjórnvölinn
(Mynd: SRS)

Aegir_sigl_borg_130608
Eftir einstaklega vel heppnaða ferð var haldið aftur til hafnar í Reykjavík
(Mynd: SRS)

14.06.2008 SRS