Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu vegna hvítabjarnar í Skagafirði
Þriðjudagur 17.júní 2008
Landhelgisgæslan hefur verið í viðbragðsstöðu vegna ísbjarnar sem kom fram við Hraun í Skagafirði í gær en var felldur undir kvöld í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var flogið á Sauðárkrók í gær og var þar í viðbragðsstöðu, ef grípa þyrfti til aðgerða og til að flytja sérfræðing á svæðið. Varðskip hélt til hafnar og var undirbúið til að flytja björninn. TF-GNA lenti í Reykjavík um klukkan 19:30.
17.06.2008 SRS