Landhelgisgæslan í eftirlitsflugi um Hornstrandir

  • Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_2

Miðvikudagur 18. Júní 2008

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum. Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlandsins. Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu.

Meðfylgjandi myndir tók Henning Þór Aðalmundsson stýrimaður/sigmaður.

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_1

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_2

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_18062008_3

Isbjarnareftirlitsfl_TF_GNA_180608_4

Í áhöfn þyrlunar voru Walter Ehrat flugstjóri, Jens Þór Sigurðsson flugmaður, Henning Þór Aðalmundsson stýrimaður/sigmaður Óskar Óskarsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir.

18.06.2008 SRS