Landhelgisgæslan í aðgerðum gegn ítrekuðum brotum sjómanns gegn fiskveiðilöggjöf

Fimmtudagur 7.ágúst 2008

Í dag kom Landhelgisgæslan að kvótalausum bát norðvestur af Garðskaga. Umræddur bátur hefur ítrekað farið til veiða án aflaheimilda og hefur Landhelgisgæslan áður haft afskipti af bátnum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru um borð í bátnum og er honum siglt til lands, þar sem lögregluyfirvöld taka á móti bátnum og skipstjóra hans með viðeigandi hætti.

07.08.2008 SRS