Danska varðskipið Knud Rasmussen opið almenningi

  • Mynd_KnutRasmusen

Fimmtudagur 25. september 2009

Danska varðskipið Knud Rasmussen kom til Reykjavíkur föstudaginn 26. september. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Varðskipið var opið almenningi laugardaginn 27. september milli kl. 13 og 16 þar sem það lá við bryggju á Miðbakka.

Skipið var nefnt eftir grænlenska landkönnuðinum Knud Rasmussen (1879-1933). Skrokkur og yfirbygging skipsins voru smíðuð í Póllandi en gengið var frá innréttingum og tækjabúnaði í Danmörku. Skipið er ætlað til eftirlits- og björgunarstarfa á hafinu umhverfis Grænland og sérútbúið sem slíkt. Um borð er 12 m langt björgunarskip sem sjósett er úr skutrennu skipsins (SAR vessel). Sjá nánar http://www.navalhistory.dk/english/TheShips/Classes/KnudRasmussen_Class(2007).htm
Varðskipið er 71,8 metrar að lengd og breidd þess er 14,6 m. Í áhöfn skipsins eru að jafnaði 18 manns en aðstaða er fyrir 43 um borð.

Talsverð endurnýjun danska flotans stendur nú yfir en tvö skip af sömu tegund bætast brátt við og verða öll skipin staðsett á Grænlandi og leysa þar með af hólmi skip sem þjónað hafa á þeim slóðum síðastliðin fjörutíu ár.

Myndina tók Georg Kr. Lárusson.

26.09.08/HBS

Mynd_KnutRasmusen