TF-LÍF aðstoðar við gerð snjóflóðavarna

Mánudagur 29. September 2008

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur á síðastliðnum vikum aðstoðað við gerð snjóflóðavarnargarða í Ólafsvík. Verkefni þyrlunnar hefur verið að flytja stoðvirki í snjóflóðavarnir fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Verkið hófst 12. September og lauk verkefni þyrlunnar nú um helgina.

TF-LÍF er eina þyrlan á landinu sem ræður við að flytja svo þungan farm sem grindur fyrir snjóflóðavarnir eru en hver grind vegur á bilinu 1.250-1.550 kg.

Myndina tók Alfons en hún er fengin af heimasíðu Snæfellsbæjar, http://www.snb.is/

29.09.08/HBS

TFLIF_snjoflodavarnir_Olafsvik