Samkomulag undirritað um samstarf milli Íslands og Noregs

  • ICG_sign_3

Mánudagur 13. Október 2008

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Thrond Grytting aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, en undir hann fellur strandgæslan, undirrituðu þann 9. október síðastliðinn tvíhliða samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.  

Samkomulagið er á sviði sameiginlegra aðgerða vegna hugsanlegra mengunarslysa, fiskveiðieftirlits, skipta á skipaumferðarupplýsingum, leitar og björgunar á hafinu og ýmissa annara málefna er tengjast verkefnum á sviði strandgæslu. Er samningurinn sambærilegum þeim sem gerður var við Dani 26. apríl 2007.

Myndin sýnir Georg Kr. Lárusson og Trond Grytting ásamt norska sendiherranum, Margit Tveiten.

13.10.2008/HBS

Myndina tók Hrafnhildur Brynja, upplýsingafulltrúi.