Starfsmenn í þrekpróf

Mánudagur 20. Október 2008

Þessa dagana standa yfir þrekpróf hjá áhöfnum varðskipa og flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Prófið felst í hlaupi og styrktaræfingum en það reynir ekki síður á þrautsegju og úthald þátttakenda.

Umsjón með prófunum hafa starfsmenn sprengjusveitar með aðstoð frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Að þeirra sögn hafa prófin  gengið mjög vel en nauðsynlegt er fyrir flesta starfsmenn að gangast undir prófið minnst einu sinni á ári.

20.10.2008/HBS

upphitun

Hitað upp fyrir hlaupið (Mynd: Sigurður Ásgrímsson).