Rekstrarsvið LHG hlýtur viðurkenningu

Miðvikudagur 5. Nóvember 2008

Rekstrarsvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu Ríkiskaupa og Kreditkorta fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupakerfi með notkun á innkaupakorti ríkisins og færslusíðu kerfisins.

Tilgangur innkaupakortanna er í meginatriðum þríþættur, Að lágmarka umsýslukostnað ríkisstofnanna vegna allra innkaupa. Að bæta aðgengi stjórnenda að upplýsingum um innkaup og rekstrarútgjöld og styrkja notkun á rammasamningskerfi Ríkiskaupa með notkun kortanna.

05.11.08/HBS