Danska varðskipið Triton við æfingar með LHG

  • triton

Föstudagur 14. nóvember

Danska varðskipið Triton kom til Reykjavíkur í byrjun vikunnar og nýtti tímann vel meðan á dvölinni stóð. Skipulagðar voru æfingar með Aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og tóku allar einingar sviðsins þátt í æfingunum þ.e. varðskip, flugdeild, sprengju- og köfunardeild. Stjórnstöð LHG í Skógarhlíð tók einnig virkan þátt sem sameiginlegur tengiliður þátttakenda í æfingunni.

Meðal annars voru æfð viðbrögð við eiturefnaslysi og viðbrögð við eldi um borð í varðskipi. Einnig var æfing með þyrlu þar sem notaðir voru nætursjónaukar, æfðar voru hýfingar og leitarferlar. Einnig fór fram vináttulandsleikur í fótbolta þar sem LHG fór með sigur af hólmi 11-6.

Triton hélt síðan á Grænlandsmið á fimmtudagskvöld. Að sögn varðskipsmanna voru þetta mjög gagnlegar æfingar, frábær samvinna og fagleg vinnubrögð áhafnanna.

14.11.2008/HBS

Myndirnar tók Jón Kr. Friðgeirsson, bryti.

Triton_nov08

Triton kemur til æfingarinnar

Skip_thyrla_sig

Sigið niður í varðskip

Ahofn_Triton

Áhöfn komin um borð