Varðskip aðstoðar Grímsnes GK-555

  • Ægir tekur dýfu 3 mars 2007

Miðvikudagur 19. Nóvember 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust í morgun kl. 06:38 boð á rás 16 um aðstoð frá Grímsnesi GK-555 sem sagði bátinn strandaðan með níu manns um borð, á sandrifi 3,2 sjómílur NA af Skarðsfjöruvita. Komið hafði leki í sjókæli en ekki inn í skipið. Varðskipi Landhelgisgæslunnar var samstundis gert viðvart, þyrla kölluð út og haft var samband við báta á svæðinu.

Um hálftíma síðar eða kl. 07:03 náði Grímsnesið  að losna af sandrifinu og var kominn á fulla ferð til vesturs. Var þyrla LHG afturkölluð kl. 08:01.

Grunur leikur á að sjókælir bátsins sé skemmdur. Þrír bátar voru á svæðinu en ákveðið var að Jón á Hofi ÁR-42 fylgi bátnum eftir þar til varðskip mætir þeim og er það áætlað um kl. 11:30. Mun varðskip þá fylgja Grímnesi til hafnar.

Grímsnes GK-555 er 33 metra, 178 brl. netabátur frá Grindavík.

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður og sýnir varðskip taka góða dýfu.

19.11.2008/HBS