Slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli í heimsókn

  • BIKF_slokkvhopur

Mánudagur 8. desember 2008.

Landhelgisgæslan fékk á föstudag heimsókn C-deildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli en áhafnir varðskipa LHG og stýrimenn flugdeildar voru hjá þeim við þjálfun í nóvember. Heimsótt var Stjórnstöð LHG, Samhæfingarmiðstöð, Flugdeild LHG og varðskipið Týr, sem var loka viðkomustaður en þar tók Sigurður Steinar skipherra, ásamt áhöfn vel á móti hópnum.

Heimsókn þeirra var liður í „menningarferð“ deildarinnar sem tilheyrir svokallaðri 48 tíma vinnuskyldu utan vakta. Einnig er nauðsynlegt að efla tengslin og auka fjölbreytni við þjálfun starfsmanna.

Myndband frá einni af nóvember æfingum LHG með gestunum má sjá á slóðinni http://vf.is/veftv/637/default.aspx . Myndatökumaður Víkurfrétta tók saman myndbandið sem sýnir hópinn berjast við eldhafið.

08.12.2008/HBS

Meðf. myndir tók Jón Kr. Friðgeirsson, bryti um borð í v/s TÝR.

BIKF_bru_SST_TY

Hluti hópsins með Sigurði Steinari, skipherra

BIKF_bru_hop_TY

Vaktin í brúnni með Boga Þorsteinssyni, Sigurði Óskari Óskarssyni og Einari Erni Einarssyni, stýrimönnum.