Viðbragðsgeta TF-LÍF var 92 prósent árið 2008

  • TF-LIF-140604

Fimmtudagur 8. Janúar 2009

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar hefur gefið út skýrslu yfir viðbragðsgetu “availability” flugflota LHG á árinu 2008 og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:

Viðbragðsgeta véla Flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands árið 2008

Vél

Viðbragðs-geta

Skoðanir (dagar)

Bilanir (dagar)

Bið eftir varahlutum (dagar)

Athugasemdir

TF-LIF

92%

25

1

3

1 stór skoðun á árinu

TF-GNA

64%

123

6

2

2 stórar skoðanir á árinu

TF-EIR

67%

87

14

20

 

TF-SYN

69%

84

1

26

2 stórar skoðanir á árinu +

2 mótorviðgerðir

TF-OBX

93%

1

8

0

 

 

Þyrla LHG, TF-GNÁ fór í tvær stórar skoðanir á árinu sem alls tóku 123 daga. Viðbragðsgeta hennar  var þrátt fyrir það 64% sem telst vera mjög gott. TF-LÍF fór í eina stóra skoðun á árinu sem tók 25 daga og var viðbragðsgeta hennar 92%.

 

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN var í skoðun alls 84 daga á árinu sem leið,  viðbragðsgeta hennar var  69% en bið eftir varahlutum tók 26 daga.  Að sögn flugtæknideildar er orðið mjög erfitt að fá varahluti í vélina sem komin er til ára sinna.

Myndir tóku áhöfn TF-SYN og Vala Oddsdóttir

08.01.09/HBS

SYN_LIF_GNA_flugdag

TF-SYN, LÍF og GNÁ á Flugdaginn 2007.