TF-GNÁ komin með nætursjónauka

  • TF_LIF_naetursjonauki

Miðvikudagur 14. Janúar 2008

Nýlega var lokið við að setja nætursjónauka í TF-GNÁ þyrlu Landhelgisgæslunnar og var hún tekin í notkun nú í vikunni. Unnið hefur verið að ísetningunni undanfarið eitt og hálft ár en það er umfangsmikið verkefni en til þess að gera notkun þeirra mögulega þarf að vera sérstök lýsing í þyrlunni sjálfri.

Nætursjónaukar hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir. Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi.

Þyrlukostur LHG samanstendur nú af tveimur stórum þyrlum af gerðinni Super Puma, TF-LIF og TF-GNA sem báðar eru með nætursjónaukabúnað. Er þetta stórt stökk og eykur afkasta- og björgunargetu Flugdeildarinnar til muna.

Myndina tók Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri í gegn um nætursjónauka.