Nýjar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum

  • FundurNATO1

Fimmtudagur 29. janúar 2009

Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum undir heitinu „Security Prospects in the High North“ fór fram í dag á Nordica hótelinu. Um þrjúhundruð manns frá tuttugu og sex ríkjum NATÓ tóku þátt í málstofunni.

Aðalræðumaður málstofunnar var Jaap de Hoop Scherrer, framkvæmdastjóri NATO og Geir H. Haarde, forsætisráðherra flutti opnunarávarp. Aðrir þátttakendur voru m.a. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, H.E. Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur. Málstofustjóri var Árni Páll Árnason, alþingismaður.

Í málstofunni var fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum með hlýnandi loftslagi og bráðnun íshellunnar. Siglingaleiðir mun opnast og aukning mun verða á siglingum flutningaskipa um hafsvæðið. Einnig var rætt um hvernig koma megi í veg fyrir að norðurslóðir verði vettvangur spennu, deilna og mögulegrar hernaðarvæðingar. Mikil áhersla var lögð á að byggja þurfti upp öflugan samvinnuvettvang þar sem m.a. verða reglulegar björgunar- og mengunaræfingar, auka þurfi samvinnu við Rússa um sameiginlega hagsmuni á Norður Íshafinu.

Myndina tók Hrafnhildur Brynja.

290109/HBS