Heimsókn til LHG í tilefni 112 dagsins

Miðvikudagur 11. febrúar 2009

Í dag er hinn árlegi 112 dagur haldinn hátíðlegur en að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Tveir bekkir níu ára bekkir úr Háteigsskóla, 4-SÓ OG 4-IRB komu í heimsókn til Landhelgisgæslunnar og kynntu sér starfsemi varðskipanna og flugdeildar. Nemendurnir voru mjög áhugasamir um starfsemina og þótti heimsóknin takast mjög vel. Meðan á heimsókninni stóð fór TF-EIR af stað í gæsluflug og vakti það ómælda ánægju hjá gestunum.

Meðfylgjandi myndir tók Hrafnhildur Brynja.

11.02.2008

Hateigsskoli_IRB


Hateigsskoli_SO